Erlent

Tékkneska þingið samþykkir eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna

Efri deild tékkneska þingsins samþykkti í dag byggingu Bandaríkjamanna á eldflaugavarnarkerfi í landinu.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa í hyggju að koma fyrir ratsjá í Tékklandi, og setja upp tíu flugskeytavara í Póllandi. Þetta er gert til að verja Bandaríkin og bandamenn þeirra frá flugskeytum frá löndum á borð við Íran.

Neðri deild þingsins á þó enn eftir að samþykkja áformin.

Fyrirhugað eldflaugavarnarkerfi hefur vakið litla hrifningu Rússa, sem líta á það sem ógn við sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×