Innlent

Verslunarmiðstöð í Vestmannaeyjum

Verslunarmiðstöðin í Baldurshaga.
Verslunarmiðstöðin í Baldurshaga.

Í morgun klukkan 10:00 opnaði verslunin Flamingó í nýju húsnæði en verslunin hefur verið rekin svo árum skiptir að Heiðarvegi 6.

Í frétt á fréttamiðlinum eyjar.net segir að Flamingó sé þar með fyrsta verslunin sem opni í verslunarkjarnanum í Baldurshaga sem er fyrsti vísirinn að verslunarmiðstöð í Vestmannaeyjum.

„Verslunin mun þarna stækka við sig í verslunarplássi um helming frá því sem áður var en Flamingó byrjaði rekstur árið 1989.

Heildar verslunarpláss Baldurshaga er um 1000m2 og því eru um mikla lyftistöng fyrir bæjarfélagið þegar húsið verður fullklárað.

Gert er ráð fyrir því að á næstu vikum verði flutt inn í fyrstu íbúðirnar í húsinu en samtals verða 16 íbúðir frá 81m2 upp í 123m2."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×