Erlent

Neyðarástandi lýst yfir í Bangkok

Tailendingar vilja að Somchai Wongsawat láti af embætti forsætisráðherra.
Tailendingar vilja að Somchai Wongsawat láti af embætti forsætisráðherra.

Ríkisstjórn Taílands ætlar að lýsa yfir neyðarástandi á tveimur flugvöllum í Bangkok, höfuðborg landsins. Stjórnarandstæðingar hafa lagt þá undir sig og lokað fyrir flugumferð um þá.

Þeir krefjast afsagnar ríkisstjórnar og að boðað verði til kosningar. Ekki er vitað hvort hernum verður nú falið að stilla til friðar og tryggja rekstur flugvallanna. Óvíst er að ríkisstjórnin geti treyst á aðstoð hersins. Sögur ganga að æðstu herforingjar skipuleggi nú valdarán. Yfirmaður taílenska hersins bað forsætisráðherra í gær að boða til kosninga en ekki var orðið við því.

Fjórir Íslendingar sem eru strandaglópar á Taílandi eru nú á hóteli í Pataya suður af Bangkok þar sem fjölmargir erlendir ferðamenn voru fluttir í gær. Óvíst er hvenær þeir komast heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×