Innlent

Örlög SkjásEins eru nú í höndum stjórnvalda

Sigríður Margrét Oddsdóttir
Sigríður Margrét Oddsdóttir

Skjánum mun takast að endursemja við birgja um greiðslur og sýningarrétt og spara þannig umtalsverðar fjárhæðir. Þá hafa yfir 55 þúsund Íslendingar undirritað áskorun til menntamálaráðherra og ríkisstjórnar Íslands um að leiðrétta ójafnt samkeppnisumhverfi einkarekinna sjónvarpsstöðva. Verða Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra afhentar þessar undirskriftir við fyrsta tækifæri.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skjánum, sem m.a rekur SkjáEinn.

„Starfsfólk Skjásins hefur lyft grettistaki á tæpum mánuði og þjóðin hefur fylkt sér á bak við málstað stöðvarinnar. Það hefur tekist að endursemja við birgja um greiðslur og sýningarrétt. Samningarnir sem þegar hafa verið tryggðir fela í sér umtalsverðan sparnað fyrir fyrirtækið og tryggingu þess efnis að þróun íslensku krónunnar á næsta ári mun hafa mjög takmörkuð áhrif á rekstur félagsins. Til að geta haldið rekstrinum áfram verður hins vegar að jafna samkeppnisumhverfi sjónvarpsstöðva, með öðrum orðum að stjórnvöld taki ákvörðun um að RÚV hverfi af sjónvarpsauglýsingamarkaði," segir Sigríður Margrét framkvæmdarstjóri Skjásins.

Skjárinn sér um rekstur auglýsingasjónvarpsstöðvarinnar SkjásEins. Skjárinn sér einnig um rekstur SkjásBíós, sem er vídeóleiga heima í stofu og SkjásHeims sem veitir áskrift að yfir 60 erlendum sjónvarpsstöðvum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×