Erlent

Elísabet drottning hvetur til stuðnings

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Reuters

Elísabet Englandsdrottning hvetur konungsfjölskylduna til að styðja almenning eftir bestu getu í þeim efnahagshremmingum sem nú ganga yfir England.

Samkvæmt heimildum Telegraph eru breskir stjórnmálamenn í auknum mæli farnir að setja traust sitt á drottninguna sem þjóðhöfðingja og vonast til að hún stýri þjóðinni gegnum þá erfiðleika sem nú steðja að. Dagskrá Elísabetar hefur verið breytt þannig að hún heimsækir nú fleiri stofnanir sem koma að umönnun og ýmiss konar aðstoð við almenning.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×