Erlent

Þjóðverji meðal hinna látnu

Taj hótelið.
Taj hótelið.
Einn Þjóðverji er meðal þeirra sem lést í árásum hryðjuverkamanna í Mumbai, og fjöldi annara er særður að sögn þýska utanríkisráðuneytisins.

Maðurinn lést af sárum sem hann hlaut þegar hann féll af syllu utan á Taj hótelinu þegar hann reyndi að flýja þaðan. Taj Mahal er eitt þeirra hótela sem hópur íslamista réðst á í hrinu árása í borginni seinnipartinn í gær. Fleiri en 100 hafa látist í árásunum, og fjöldi særst.

Átta Evrópuþingmenn sem dvöldu á hótelinu, sakaði ekki. Einhverjum þeirra var hótað, en þeir komust undan. þeir dvelja nú ásamt níu manna starfsliði í frönsku ræðismannsskrifstofunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×