Fleiri fréttir

Tindur fékk enga sérmeðferð - Valtýr veitti frænkunni tiltal

Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir það grófar aðdróttanir að halda því fram að Tindur Jónsson, sem fékk sex ára fangelsisdóm fyrir alvarlega líkamsárás, hafi notið sérmeðferðar í kerfinu sökum þess að frænka hans vann hjá stofnuninni. Fyrrverandi fangelsismálastjóri staðfestir þó að hann hafi veitt frænkunni tiltal vegna afskipta hennar af fanganum. Þetta kom fram í Kastljósi Ríkissjónvarpsins.

Enn ringulreið í fjármálakerfinu

Fjármálakerfi Íslands er enn í algerri ringulreið og engin leið að gera sér grein fyrir því hversu mikill skaðinn verður. Þessa mynd fékk viðskiptanefnd Alþingis af stöðu mála eftir fund í morgun með skilanefndum og bankastjórum nýju ríkisbankanna.

Fimmtán létust í fangauppþotum

Að minnsta kosti fimmtán fangar létust í dag í fangauppþoti í mexíkósku landamæraborginni Reynosa. Tveir hópar stríðandi fylkinga áttust við með þessum afleiðingum en auk hinna látnu slösuðust fjölmargir í átökunum.

Útilaug við Sundhöllina á skipulag

Einmitt á tíma samdráttar og krepputals eiga menn að láta drauminn rætast um endurbætta Sundhöll Reykjavíkur með útilaug og auðga þannig mannlífið í borginni. Þetta er skoðun arkitektsins sem teiknað hefur viðbygginguna.

Kemur ekki til greina að veðsetja auðlindirnar

Ekki kemur til greina að Íslendingar veðsetji auðlindir landsins til að tryggja aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að sögn Geirs H. Haarde, forsætisráðherra. Hann segir skilmála sjóðsins fyrst og fremst vera almenns eðlis og snerta aðgerðir sem Íslendingar þurfi hvort eð er að fara í.

Kristín kannast við eyjuna Tortola

Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Gaums og systir Jóns Ásgeirs, kannast við eyjuna og skattaparadísina Tortola í Karíbahafinu. Hún fullyrðir að þangað hafi engir fjármunir verið fluttir frá Gaumi Holding í Lúxembúrg. Nöfn margra eignarhaldsfélaga sem skráð eru á Bresku Jómfrúreyjunum bera með sér að vera í eigu Íslendinga.

Frístundaheimili fyrir fatlaða opnað í Kópavogi

Félagsþjónustan í Kópavogi opnar formlega frístundaheimili fyrir fatlaða nemendur í 5. til 10. bekk grunnskólum Kópavogs miðvikudaginn 22. október. Úrræðið verður til húsa í Smáraskóla við Dalsmára.

Þýsk kona ól sexbura

Þýsk kona hefur komist í heimsfréttirnar eftir að hún ól í dag sex börn á sjúkrahúsi í Berlín.

Umferðarbrotum fækkar á milli ára

Umferðarlagabrot í september voru 15% færri en í september fyrir ári síðan eða 4540 talsins. Í fyrra voru þau 5321. Fyrir tveimur árum voru brotin á sama tíma tæplega 4400. Þetta kemur fram í bráaðbirgðutölum fyrir allt landið sem Ríkislögreglustjóri tekur saman.

Einstaklingum á vanskilaskrá fjölgar verulega á milli mánaða

Á árinu 2008 hafa alvarleg vanskil einstaklinga aukist mjög hratt og á fyrstu níu mánuðum ársins er fjöldi nýskráðra einstaklinga á vanskilaskrá um það bil sá sami og allt árið 2007. Þetta kemur fram í upplýsingum frá fyrirtækinu Lánstraust, sem heldur utan um þessar skráningar á Íslandi.

Bakarameistarinn berst gegn verðbólgunni

Bakarameistarinn berst við verðbólguna með lækkun vöruflokka. Mikil áhersla framvegis lögð á að bjóða upp á íslenska framleiðslu í flestum vöruflokkum. Öll verðskrá fyrirtækisins endurskoðuð til lækkunar þegar ró kemst á íslensku krónuna.

Vísar á Geir varðandi Bretavarnir

,,Ég vísa til svara forsætisráðherra um þetta mál, hann svarar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar," segir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra í svarbréfi til Vísis varðandi fyrirhugað loftrýmiseftirlit breska hersins í desember.

Aðeins 50 ökutæki nýskráð í síðustu viku

Aðeins 50 ökutæki voru nýskráð í liðinni viku miðað við nærri 550 í sömu viku í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum Umferðarstofu um nýskráningar ökutækja. Samdrátturinn nemur því um 90 prósentum á milli ára.

Þingkosningar ólíklegar á næstunni

Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að stjórnarslit og kosningar séu ekki á næsta leiti. Aftur á móti telur Lúðvík að þjóðin þurfi fyrr eða síðar að taka afstöðu til stórra spurninga.

Voðaskotið í Rússlandi: Líklega réttað yfir stúlkunni hér á landi

Rússneskir fjölmiðlar fjalla um mál íslensku stúlkunnar sem var skiptinemi í borginni Astrakhan í Rússlandi og varð ungum pilti að bana fyrr í mánuðinum. Stúlkan sem nú er stödd á Íslandi er sögð eiga yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisdóm verði hún sótt til saka í landinu. Líklegra þykir þó að mál hennar verði rekið fyrir íslenskum dómstólum.

Flugmaður UA grunaður um ölvun

Lögregla í Bretlandi handtók í gær flugstjóra á vegum bandaríska flugfélagsins United Airlines um borð í einni véla félagsins á Heathrow-flugvelli vegna gruns um ölvun.

Lögreglumaðurinn með stöðugan verk í fingrinum

Lögreglumaðurinn, sem í fyrrinótt var bitinn illa í fingurinn, verður frá vinnu í einhverjar vikur. Í samtali við héraðsfréttablaðið Feykir segist hann vera með stöðugan verk í fingrinum en sökum þess hve nálægt naglaböndum bitið hafi verið sé ekki hægt að sauma fingurinn saman.

Dregur úr notkun nagladekkja í Reykjavík

Svifryk hefur farið 19 sinnum yfir heilsuverndarmörk á þessu ári en mátti einungis fara 18 sinnum yfir á árinu samkvæmt reglugerð. Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkur fullyrðir að nagladekk séu á undanhaldi en þau eru helsti orsakavaldur svifryks að vetrarlagi.

FT segir Ísland fá 670 milljarða lán frá IMF og fleirum

Íslensk stjórnvöld munu óska eftir 6 milljarða dollara aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og ýmsum seðlabönkum í heiminum, jafnvirði um 670 milljarða króna. Þetta er fullyrti á vef breska blaðsins Finacial Times.

Nískupúkinn.is vinur neytandans

Neytendur hafa eignast nýjan vin í nískupúkanum.is.Það eru þrír ungir menn sem standa að síðunni sem fór í loftið nú um helgina.

Réttarkerfið taki fast á árásum á lögreglumenn

Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir lögreglu þar á bæ líta árás á lögreglumann í umdæminu aðfaranótt sunnudags mjög alvarlegum augum og vonast til þess að réttarkerfið taki fast á málinu.

Biskup vísiterar Landspítalann

Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, vísiterar þessa daga Landspítalann. Með þessari heimsókn lýkur í vísitasíu biskups í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra sem staðið hefur frá síðasta vetri. Þetta segir í tilkynningu frá Biskupsstofu.

Ríflega 360 kaupsamningum þinglýst í september

Rílfega 360 kaupsamningum um fasteignir var þinglýst við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í september síðastliðnum samkvæmt tölum á vef Fasteignamats ríksisins.

Harður árekstur við enda tvöföldunar Reykjanesbrautar

Geysiharður árekstur varð við enda tvöföldunar Reykjanesbrautar á Fitjum nú í morgun. Bifreið var ekið af Stekk og í veg fyrir bifreið sem ók eftir Reykjanesbraut. Sú bifreið stórskemmdist í árekstrinum.

Vilja jafnræði kynja í ný bankaráð

Stjórn kvennahreyfingar Samfylkingarinnar skorar á forystu flokksins sem og ríkisstjórn að hafa jafnræði kynja að leiðarljósi við skipan í bankaráð hinna nýju banka.

Vinnubúðir á Kárahnjúkum fluttar að Búðarhálsvirkjun

Landsvirkjun hyggst nota vinnubúðir af Kárahnjúkum við uppbyggingu á Búðarhálsvirkjun sem nú er að fara af stað. Á heimasíðu Landsvirkjunar er óskað eftir tilboðum í flutning vinnubúðanna frá Kárahnjúkavirkjun að vinnusvæði Landsvirkjunar við Búðarhálsvirkjun.

RÚV braut ekki siðareglur með umfjölllun um Guðmund

Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að fréttamaður Ríkisútvarpsins hafi ekki brotið siðareglur í umfjöllun sinni um samskipti Guðmundar Þóroddssonar, fyrrverandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, og fyrirtækisins.

Snarpur skjálfti við Indónesíu

Snarpur jarðskjálfti að styrkleika 6 stig á Richter skók strönd Indónesíu í morgun og voru upptök hans nærri eynni Sulawesi sem liggur skammt fyrir utan Tomini-flóann á norðaustanverðri Indónesíu.

Farþegum um Kelfavíkurflugvöll fækkar töluvert

Rúmlega átta prósentum færri farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í síðasta mánuði, samanborið við sama mánuð í fyrra, eða 172 þúsumd samanborið við 187 þúsund í fyrra.

Sjá næstu 50 fréttir