Erlent

Óvíst að Danir sendi þotur sínar til Afganistan

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

F-16 orrustuþotum danska flughersins verður líklega ekki beitt í Afganistan þrátt fyrir að nokkur þörf sé talin á því.

Ástæðan er sá gríðarmikli kostnaður sem fylgir því að koma þotunum, sem eru 62, til Afganistan ásamt flugmönnum, flugvirkjum og öllum búnaði. Danska þingið hefur krafið herinn um nákvæma kostnaðaráætlun og mun skera heimilaðan kostnað mjög við nögl ef marka má heimildir Berlingske Tidende.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×