Innlent

Umferðarbrotum fækkar á milli ára

Umferðarlagabrot í september voru 15% færri en í september fyrir ári síðan eða 4540 talsins. Í fyrra voru þau 5321. Fyrir tveimur árum voru brotin á sama tíma tæplega 4400. Þetta kemur fram í bráaðbirgðutölum fyrir allt landið sem Ríkislögreglustjóri tekur saman.

Hegningarlagabrotum fjölgaði einnig á milli ára. Rúmlega 1330 brot voru framin í september en 880 til 1240 á árabilinu 2005 til 2007.

Þegar rýnt er í bráðabirgðatölurnar vekur athygli að umferðarlagabrotum fækkaði úr 1356 í 500 í umdæmi lögreglunnar á Borganesi á milli ára. Fyrir tveimur árum voru brotin 260 talsins. Í umdæmi lögreglunnar á Eskifirði fjölgaði umferðalagabrotum úr 66 í 233 þegar septembermánuður í ár er borinn saman við sama mánuð í fyrra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×