Innlent

Rehn ítrekar að hægt yrði að afgreiða ESB-aðild Íslands með hraði

MYND/AFP

Olli Rehn, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, ítrekar í samtali við AFP-fréttastofuna að Íslendingar geti gengið í sambandið á tiltölulega stuttum tíma ef áhugi sé fyrir því.

Ísland sé evrópskt lýðræðisríki sem hafi þegar uppfyllt um tvo þriðju að þeim skilyrðum sem þörf sé á til þess að ganga í sambandið. Því væri hægt að ljúka samningaviðræðum við íslensk stjórnvöld á tiltölulega stuttum tíma.

Rehn segist þó búast við að Króatía, sem hóf aðildarviðræður fyrir þremur árum, verði næsta land inn í sambandið og þar með 28. aðildarríkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×