Erlent

Yfir 30 talibanar felldir í herför NATO og afganskra sveita

MYND/AP

Hersveitir á vegum afganskra stjórnvalda og NATO hafa fellt yfir 30 talibana í átökum í Helmand-héraði sem staðið hafa yfir í tvo daga. Frá þessu greindi talsmaður héraðsstjórans í dag.

Hann sagði enn fremur að sjö uppreisnarmenn, einn afganskur lögreglumaður og einn hermaður hefðu særst í átökunum sem áttu sér stað nærri höfuðstað héraðsins. Róstursamt hefur verið í Helmand-héraði í suðurhluta Afganistans undanfarin misseri en þar hafa talibanar fært sig upp á skaftið.

Þessu til viðbótar létust fimm börn og tveir hermenn særðust þegar sjálfsmorðsárás var gerð á bílalest þýskra hermanna í norðurhluta Afganistans í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×