Erlent

Þýsk kona ól sexbura

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Þýsk kona hefur komist í heimsfréttirnar eftir að hún ól í dag sex börn á sjúkrahúsi í Berlín.

Konan og maður hennar höfðu átt í erfiðleikum með að eignast börn og því var gripið til tæknifrjóvgunar með lukkaðist líka svona vel. Börnin sex, fjórir drengir og tvær stúlkur, vógu á bilinu þrjár til fjórar merkur hvert en þau komu í heiminn eftir aðeins 27 vikna meðgöngu.

Lækningaforstjóri spítalans segir að í 300 ára sögu stofnunarinnar hafi sexburar aldrei komið þar í heiminn. Líkurnar á slíku eru einn á móti fjórum milljörðum eftir því sem erlendir miðlar greina frá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×