Fleiri fréttir

Segir ekki útilokað að kosið verði á næstu mánuðum

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist ekki sjá nauðsyn til þess að endurskoða stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar þrátt fyrir þau áföll sem dunið hafa á íslensku efnahagskerfi. Í þætti Sigmundar Ernis Rúnarssonar, Mannamáli, sagði hann að ríkisstjórnarsamstarfið hefði styrkst að undanförnu. Hins vegar sagði hann ekki hægt að útiloka að gengið yrði fyrr til kosninga, í vetur eða næsta vor.

Slasaðist á fjórhjóli í Sandvík

Maður slasaðist í dag á fjórhjóli í Sandvík á Reykjanesi. Slysið varð um miðjan dag og fór lögregla ásamt sjúkrabifreið á staðinn og sótti manninn.

Engin niðurstaða í Írak

Stjórnmálaleiðtogar í Írak reyndu í dag árangurslaust að komast að niðurstöðu um framtíð Bandaríska hersins í landinu. Drög að sáttmála gera ráð fyrir því að Bandarískt herlið verði í þrjú ár til viðbótar en margir háttsettir menn í Írak hafa efasemdir um hugmyndina.

Best að taka knapann af áður en hrossakjöt er eldað

Galdurinn við að elda hrossakjöt er að taka fyrst knapann af - og ofelda ekki, segir Friðrik fimmti veitingamaður sem matreiddi hross ofan í skagfirska hestamenn í gærkvöldi. Skagfirðingar vilja auka sölu á þessu vannýtta keti í kreppunni.

Berjast fyrir bættri ímynd í Bretlandi

Hópur manna hefur tekið sig saman og ætlar að berjast fyrir bættri ímynd Íslands í Bretlandi. Um er að ræða fólk sem hefur góð tengsl við Bretland, hefur menntað sig þar og búið, á þar vini og þekkir fólk í lykilstöðum.

Hlé gert á fundum í bili - þráðurinn tekinn upp síðar í kvöld

Fundarhöldum er lokið í ráðherrabústaðnum í bili. Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra segir í samtali við Vísi að engin niðurstaða liggi fyrir en eins og greint var frá í dag hafa ráðherrar fundað með ráðgjöfum sínum og fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Jón Þór segir að áfram verði fundað í kvöld en að niðurstöðu sé ekki að vænta um aðstoð frá IMF að sinni. Hugsanlega skýrist hlutirnir í fyrramálið. Jón sagði þó að málið væri í góðum farvegi.

Össur: Samfylking hefur lagt þunga áherslu á aðstoð frá IMF

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, segir að Samfylkingin hafi lagt á það þunga áherslu að ríkisstjórnin leiti aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til þess að bregðast við þeim áföllum sem riðið hafa yfir íslenskt efnahagslíf. Þetta kom fram á fundi sem Samfylkingin hélt á Grand hóteli í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mætti á fundinn en hún hefur verið fjarverandi vegna erfiðra veikinda. Flokksmenn tóku á móti formanni sínum með lófataki og buðu hana velkomna til starfa á ný.

Albínóar í Tansaníu mótmæla ofsóknum

Albínóar í Tansaníu komu í gær saman á mótmælafundi í borginni Dar es Salaam þar sem aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í ofsóknum gegn albínóum var mótmælt.

Talibanar myrtu tuttugu og sjö í Kandahar

Talibanar í Afganistan myrtu á dögunum 27 menn sem voru um borð í þremur rútum í Kandahar héraði. Talsmaður Talibana lýsti yfir ábyrgð á verknaðinum en þeir fullyrða að hinir myrtu hafi allir verið stjórnarhermenn.

Jón Baldvin: Davíð stendur harðast gegn aðstoð frá IMF

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að það sem standi helst í vegi fyrir því að Íslendingar sæki um aðstoð hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF), sé andstaða Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra.

Colin Powell styður Obama

Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra í ríkisstjórn George W. Bush, lýsti í morgun yfir stuðningi við Barack Obama í komandi kosningum. Powell var gestur í þættinum Meet the Press á NBC sjónvarpsstöðinni og þar sagðist hann styðja Obama.

Ráðist á lögreglumenn í nótt

Ráðist var á tvo lögreglumenn að tilefnislausu í Hraunbænum í nótt. Sparkað var í höfuð annars þeirra þar sem hann lá í götunni og hlaut hann skurð á höfuð. Tildrög málsins voru þau að kvartað var yfir hávaða frá íbúð í Hraunbæ klukkan rúmlega eitt í nótt og mættu tveir lögreglumenn á staðinn og mæltust til þess að dregið yrði úr hávaðanum.

Tvöföld Reykjanesbraut vígð í dag

Kristján L. Möller samgönguráðherra opnar klukkan tvö í dag síðasta kaflann í tvöföldun Reykjanesbrautar við Stapahverfi í Reykjanesbæ og vígja þar með tvöfalda Reykjanesbraut frá Hafnarfirði til Njarðvíkur. Að vígslu lokinni verður umferð hleypt á þenna síðasta kafla, hálfum mánuði á undan áætlun.

Jarðskjálfti skók Tonga

Öflugur jarðskjálfti sem mældist sjö komma einn á Richter skók eyjuna Tonga í afskekktari hluta Suður Kyrrahafs í nótt. Byggingar í höfuðborginni Nukualufa hrystust í tvær mínútur meðan skjálftinn reið yfir.

„Sameignin er gjörónýt“

Björk Felixdóttir var vakin af reykskynjurunum á stigagangi Vesturbergs 100 en hún er á meðal íbúa í blokkinni þar sem eldur kom upp í nótt. Hún segir þetta óskemmtilega lífsreynslu að lenda í en er þakklát fyrir að ekki fór ver.

Tuttugu handteknir í miðbænum í nótt

Um tuttugu manns gistu fangageymslur lögreglu í nótt en mikill erill var í miðbænum að sögn lögreglu. Að minnsta kosti þrjár líkamsárásir voru bókaðar hjá lögreglunni í nótt en engin þeirra þykir alvarleg að sögn lögreglu. Þeir sem gistu fangageymslur voru handteknir fyrir ólæti, óspektir og slagsmál.

Þrír teknir í Reykjanesbæ

Þrír voru teknir í Reykjanesbæ grunaðir um akstur undir áhrifum. Einn var tekinn snemma í gærkvöldi grunaður um fíkniefnaakstur og nú undir morgun voru tveir ökumenn stöðvaðir í Reykjanesbæ grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis. Þeir voru þeir sviptir ökuréttindum til bráðabirgða.

Eldur í fjölbýlishúsi í Breiðholti í nótt

Eldur kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í nótt um klukkan hálffjögur. Allt tiltækt slökkvilið var sent á vettvang enda lagði töluverðan reyk frá húsinu á öllum hæðum. Reykkafarar fóru innn í húsið en íbúar voru beðnir um að halda sig úti á svölum. Átta íbúðir eru í húsinu og var skilaboðum komið til íbúa með gjallarhornum og í gegnum SMS skilaboð.

McCain segir skattastefnu Obama sósíalíska

Baráttan um forsetaembættið Bandaríkjunum tók á sig nýja mynd í dag þegar John McCain, forsetaframbjóðandi repúblikana, lýsti því yfir að áherslur keppinautarins Baracks Obama í skattamálum bæru keim af sósíalisma. Eftir því sem bandarískir miðlar greina frá er slíkt mikið hnjóðsyrði þar í landi.

Leynigöng til sölu í Lundúnum

Breska símafyrirtækið BT hefur boðið til sölu jarðgöng sem voru grafin í miðborg Lundúna á þrjátíu metra dýpi árið 1940 og nota átti sem loftvarnarskýli ef ráðist yrði á borgina.

Í kappakstri á Garðvegi á 150

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði tvær bifreiðar á Garðvegi um miðjan dag á 151 kílómetra hraða. Telur lögregla að ökumennirnir hafi verið í kappakstri á veginum.

Gríðarleg upplýsingavinna vegna hruns bankanna

Upplýsingavinna vegna hruns bankanna er líklega mikilvægasta verkefni sem unnið hefur verið í utanríkisráðuneytinu, segir upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. Fjölmargir starfsmenn þess hafa lagt önnur störf til hliðar og einbeita sér að þessu verkefni.

Kreppufundur iðnríkja verður í Bandaríkjunum

Leiðtogafundur átta helstu iðnríkja heims og fleiri ríkja vegna fjármálakreppunnar mun fara fram í Bandaríkjunum og mun George Bush Bandaríkjaforseti tilkynna um það síðar í dag.

Ráðherrar funduðu í Stjórnarráðinu

Fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar funduðu í dag í stjórnarráðinu. Auk Geirs H. Haarde forsætisráðherra sátu Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra og starfandi utanríkisráðherra og Árni M. Mathiessen fjármálaráðherra fundinn.

Boða aftur mótmæli eftir viku

Talið er að nokkur hundruð manns hafi komið saman á Austurvelli klukkan þrjú í dag þar sem fram fóru mótmæli og þess var krafist að Davíð Oddssyni seðlabankastjóra yrði vikið frá störfum.

Segir Evrópu hafa breyst og kallar eftir samstöðu

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, gerir ekki athugasemdir við að áhugahópur innan flokksins um Evrópumál hafi látið gera skoðanakönnun á fylgi við Evrópusambandsaðild og segir frelsi í flokknum. Hann telur hins vegar að við núverandi aðstæður hugsi menn fyrst og fremst um það hvernig íslensk þjóð muni bjarga sér.

Enginn á ofurlaunum í Nýja Glitni

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Nýja Glitnis, segir að algjörlega ný launauppbygging sé í hinum nýja banka og þar sé enginn maður á ofurlaunum. Í samtali við fréttamann Markaðarins vildi hún hins vegar ekki gefa upp eigin laun.

Sjá næstu 50 fréttir