Fleiri fréttir

Lækjargötu lokað vegna Hinsegin daga

Lækjargötu í Reykjavík verður lokað frá Skólabrú að Geirsgötu frá klukkan sex í fyrramálið og fram eftir degi, laugardaginn 9. ágúst. Þetta er gert vegna Hinsegin daga sem verða haldnir hátíðlegir um helgina.

Hörð átök í S- Ossetíu

Georgíumenn hafa umkringt Tskhinvali höfuðstað Suður - Ossetíu. Harðir bardagar hafa geysað þar í alla nótt og er talið að minnst fimmtán manns hafi fallið.

Grunaður um að hafa í hótunum gagnvart Obama

Bandarísk yfirvöld hafa ákært 22 ára gamlan karlmann fyrir að hafa hótað því að myrða Barack Obama forsetaframbjóðanda. Maðurinn heitir Raymond Hunter Geisel. Hann er sagður hafa haft uppi hótanir gagnvart Obama í lok júli og talað niðrandi um kynþátt hans.

Kvennaskólanemi vann alþjóðlega ljósmyndakeppni

Sextán ára nemi í Kvennaskólanum í Reykjavík, Lára Þórðardóttir vann til verðlauna í alþjóðlegri ljósmyndakeppni á vegum Sameinuðu þjóðanna. Keppnin var haldin í tengslum við alþjóðaráðstefnu ungs fólks og var tema keppninnar: ungt fólk í breyttu loftslagi. Lára sendi inn tvær myndir og fékk önnur verðlaun, en hin lenti í hópi 48 útvalinna mynda.-

Ástralska lögreglan upprætir fíkniefnahring

Ástralska lögreglan segist hafa upprætt alþjólegan fíkniefnasmyglhring og gert upptækt mesta magn af alsælu hingað til. Sextán manns hafa verið handteknir í Ástralíu vegna málsins og er búist við að fleiri verði handteknir í Belgíu, Hollandi og á Ítalíu.

Ólympiuleikarnir settir í dag

Þjóðarleiðtogar víðsvegar úr heiminum streyma nú til Peking til að vera viðstaddir opnunarhátíð Ólympíuleikanna sem fram fer í kvöld. Talið er að um 10 þúsund manns taki þátt í athöfninni og að fjórir milljarðar manna muni horfa á.

Bandarískir karlmenn líklegri til að ættleiða en konur

Bandarískir karlmenn á aldrinum átján til fjörutíu og fjögurra ára eru meira en tvöfalt líklegri til að ættleiða börn en konur á sama aldri. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem byggð er á gögnum úr rannsókn á fjölskylduþróun sem gerð var í Bandaríkjunum árið 2002.

Þungir bensínfætur í Ártúnsbrekku

Sautján ára ökumaður var stöðvaður eftir að hafa mælst á 168 kílómetra hraða í Ártúnsbrekkunni í nótt, sem er liðlega tvöfaldur hámarkshraði þar. Hann var í kappakstri við annan ungan mann, sem var á álíka hraða og veit lögregla hver hann er. Haft verður tal af honum í dag.

Herinn áformar að yfirgefa Írak

Írösk og bandarísk stjórnvöld eru nú nálægt því að ná samkomulagi um að bandarískt herlið yfirgefi Írak í október 2010.

Búið að ná öllum þremur árásarmönnunum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er búin að hafa uppi á öllum þremur árásarmönnum, sem stungu útlending á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis aðfaranótt föstudagsins í síðustu viku.

Litháinn byrjaður að skila fíkniefnunum

Eitthvað er byrjað að ganga niður af liðlega tvítugum Litháa, sem handtekinn var í Leifsstöð við komuna til landsins í fyrradag, grunaður um að reyna að smygla fíkniefnum innvortis.

Stolið úr handtöskum eldri kvenna

Lögregla skoðar nú upptökur úr öryggismyndavélum í Kringlunni í því skyni að hafa hendur í hári vasaþjófs eða -þjófa sem hnupluðu minnst átta peningaveskjum af fólki í verslanamiðstöðinni í fyrradag.

Tveim meðferðarheimilum hefur verið lokað

Tveim meðferðarheimilum fyrir börn hefur verið lokað það sem af er þessu ári. Heimili á Hvítárbakka í Borgarfirði var lokað í upphafi ársins og í vor var heimilinu að Geldingalæk á Rangárvöllum einnig lokað.

Lágt hættumat í gleðigöngu

Hættumat á sprengjuhótun vegna gleðigöngu Hinsegin daga er ekki hátt, að sögn Árna Þórs Sigmundssonar, aðstoðar­yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hvetur fólk ekki til að sitja heima.

Úgandaforseti vill til Íslands

Yoweri Museveni, forseti Afríkuríkisins Úganda, hefur lýst yfir áhuga á að koma í heimsókn til Íslands til að kynna sér jarð­varma. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.

Öryggisgæsla hjá Mæðrastyrksnefnd

Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að veita Mæðrastyrksnefnd 800 þúsund króna styrk vegna öryggisgæslu á úthlutunardögum. Í vetur hafa tveir öryggisverðir frá Securitas verið að störfum á úthlutunardögum.

Kínverjar ansa lítt gagnrýni frá Bush

Kínversk stjórnvöld segjast ekki sætta sig við að þjóðhöfðingjar annarra landa blandi sér í innanríkismál þeirra. Að öðru leyti hafa þau vart svarað gagnrýni George W. Bush Bandaríkjaforseta á ástandið í mannréttinda­málum þar í landi.

Samþykkt að byggja við Korpuskóla

Samþykkt var á fundi fulltrúa borgarstjórnar og foreldra nemenda við Korpuskóla í Grafarvogi í kvöld að strax á næsta ári verði ráðist í framkvæmdir á nýrri viðbyggingu skólans sem mun leysa af hólmi bráðabirgðakennslustofur sem reyndur heilsuspillandi. Vonast er til að nýbyggingin verði tekin í notkun árið 2010.

Borgarstjóri tekur allar skoðanakannanir með fyrirvara

Eins og koma fram í fréttum Stöðvar 2 og birtist hér á Vísi í kvöld geldur listi frjálslynda og óháðra, flokkur Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra, afhroð í nýrri skoðanakönnum sem Capacent gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2.

ABC barnahjálp í fjárhagsvandræðum

Starf ABC barnahjálpar erlendis á í verulegum vanda vegna veikingar krónunnar og hækkandi matarverðs auk þess sem verðbólga í löndunum sem ABC starfar í hefur aukið á vandann.

Handtekinn í Keflavík með hylki innvortis

Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli tók í gær tvítugan Litháa, sem grunaður er um að hafa reynt að smygla hingað miklu af fíkniefnum innvortis. Fréttastofa Sjónvarps greindi frá þessu í kvöldfréttatíma sínum.

Vinna saman gegn fíkniefnavanda á Norðurlandi

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra og lögreglustjórarnir á Akureyri, Blönduósi og Sauðárkróki auk Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra skrifuðu í dag undir samkomulag um sérstakt samstarfsátak lögreglunnar gegn fíkniefnavanda á Norðurlandi.

Dagsetningin 08.08.08 heillar

Áttundi, þann áttunda, tvö þúsund og átta rennur upp á morgun. Þessa eftirminnilegu dagsetningu ætla margir að nýta sér til hinna ýmsu viðburða á morgun.

Gert ráð fyrir mikilli umferð vegna tónleika Eric Clapton

Búist er við mikilli umferð vegna tónleika í Egilshöllinni í Grafarvogi annað kvöld, föstudaginn 8. ágúst. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir því til tónleikagesta að þeir leggi tímanlega af stað og sýni þolinmæði. Ekki síst eftir tónleikana en þá verður umferðin væntanlega enn þyngri.

Lögreglan lýsir eftir þrettán ára stúlku

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir þrettán ára gamalli stúlku, Lönu Elísabetu Nikulásdóttur. Lana fór að heiman síðla dags, laugardaginn 2 ágúst. Ekki er vitað um klæðnað hennar en talið er að hún sé á höfuðborgarsvæðinu.

Borgin þarf að veita nýja umsögn um Vegas og Óðal

Borgarráð frestaði á fundi sínum í dag að fjalla um beiðni lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um nýja umsögn vegna óskar skemmtistaðanna Óðals og Vegas um undanþágu frá banni við nektarsýningum.

Fingralangur fjármálastjóri komst ekki í fé skáta

Margrét Tómasdóttir, skátahöfðingi, segir að Alfreð Atlason, fyrrverandi fjármálastjóri Garðarbæjar sem hefur verið uppvís að draga sér 9,2 milljónir, hafi ekki prófkúru hjá Bandalagi íslenskra skáta þar sem hann er gjaldkeri.

Fimm ríki standa á bak við 90% dauðarefsinga

,,Það er umhugsunarefni að ríki sem við höfum nánast beðið á hnjánum um að vernda okkur frá öllu illu sé svona ofarlega á blaði," segir Ögmundur Jónasson og vísar til þess að Bandaríkin eru í fimmta sæti yfir þau ríki sem framkvæma flestar aftökur á ári hverju.

Eftirlýstur Pólverji á eftir að afplána nærri fimm ára dómi

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir pólskum karlmanni sem handtekinn var hér á landi að ósk pólskra yfirvalda. Maðurinn var eftirlýstur í Schengen-upplýsingakerfinu vegna nokkurra dóma sem hann hefur hlotið í Póllandi fyrir rán, þjófnað og brot gegn þarlendum ávana- og fíkniefnalögum.

Vinstri grænir bara stundum á móti stokkum

Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að Vinstri grænir séu á móti stokkum því þeir séu of dýrir og það eigi ekki að þjóna einkabílum á þennan hátt. Samt hafi Vinstri grænir haft um það forystu að skipuleggja stokk við Mýrargötu, aðeins 200 m vestar.

Hillary hefur ekki útilokað tilnefningu á flokksþingi Demókrata

Hillary Clinton sagði á fundi með stuðningsmönnum sínum í síðustu viku að hún væri enn að vinna að áætlun til þess að hlustað verði á fulltrúa hennar á flokksþingi Demókrata. Hún hefur ekki útilokað að bjóða sig fram til tilnefningar til forseta við hlið Barack Obama.

Ólafur F: Styður Hönnu Birnu skilyrðislaust

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segir það fullkomlega út í hött að hann vilji ekki að Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, taki við borgarstjórastólnum í mars á næsta ári líkt og tímaritið Mannlíf hledur fram á vef sínum.

Sjá næstu 50 fréttir