Erlent

Hillary hefur ekki útilokað tilnefningu á flokksþingi Demókrata

Demókratarnir Barack Obama og Hillary Clinton.
Demókratarnir Barack Obama og Hillary Clinton.

Hillary Clinton sagði á fundi með stuðningsmönnum sínum í síðustu viku að hún væri enn að vinna að áætlun til þess að hlustað verði á fulltrúa hennar á landsþingi Demókrata. Hún hefur ekki útilokað að bjóða sig fram til tilnefningar til forseta við hlið Barack Obama.

Hún vill gera allt sem hún getur til að stuðla að því að hlustað verði á raddir allra, einnig þeirra sem kusu hana í forkjöri Demókrataflokksins.  Engin ákvörðun hefur verið tekin en Clinton sagðist vera að ráðfæra sig við Demókrataflokkinn og kosningaforystu Obama.

Þykir þetta lýsa þeirri spennu sem er bak við tjöldin í Demókrataflokknum á milli herbúða Clinton og Obama yfir því hvernig eig að viðurkenna gengi Clinton án þess að skyggja á Obama.

Ólíklegt þykir þó að að Clinton muni sækjast eftir tilnefningu. Sú staðreynd að hún hafi ekki enn lýst opinberlega yfir hvað hún ætli að gera þykir benda til þess að hún vilji nota þennan möguleika til að semja um stöðu sína. 

Þykir þetta merki um erfiðleikanna sem steðjar að flokksþinginu en aðeins þrjár vikur er í þingið sem verður haldð í Denver.  Clinton náði nærrum því helmingi fulltrúa og hefur aldrei verið jafn mjótt á milli frambjóðanda. Kosningaherferðir Clinton og Obama hafa hins vegar verið að starfa mikið saman og hafa lýst yfir sameiginlega að enginn ágreiningur sé á milli þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×