Innlent

Litháinn byrjaður að skila fíkniefnunum

Úr Leifsstöð.
Úr Leifsstöð.

Eitthvað er byrjað að ganga niður af liðlega tvítugum Litháa, sem handtekinn var í Leifsstöð við komuna til landsins í fyrradag, grunaður um að reyna að smygla fíkniefnum innvortis. Ekki er búið að greina efnið í hylkjunum, sem þegar eru komin niður af manninum, en samkvæmt röntgenmyndum var hann með að minnsta kosti tuttugu hylki, eða aðskotahluti í iðrum sínum. Hann var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til fimmtánda ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×