Erlent

Hörð átök í S- Ossetíu

Mynd/ AFP.
Mynd/ AFP.

Georgíumenn hafa umkringt Tskhinvali höfuðstað Suður - Ossetíu. Harðir bardagar hafa geysað þar í alla nótt og er talið að minnst fimmtán manns hafi fallið. Báðir aðilar höfðu sæst á vopnahlé og sáttaviðræður, undir handleiðslu Rússa. Þeim ber ekki saman um það hvor aðilinn beri ábyrgð á því að átök hófust að nýju.

Georgíumenn segja að markmið þeirra sé að uppræta glæpastjórnvöld í Suður - Ossetíu og koma friði á að nýju. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hélt neyðarfund í nótt, en ekki tókst að ná samkomulagi um friðarsamkomulag sem Rússar höfðu undirbúið og fól í sér að báðir aðilar myndu hætta að beita valdi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×