Innlent

Vinna saman gegn fíkniefnavanda á Norðurlandi

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra og lögreglustjórarnir á Akureyri, Blönduósi og Sauðárkróki auk Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra skrifuðu í dag undir samkomulag um sérstakt samstarfsátak lögreglunnar gegn fíkniefnavanda á Norðurlandi.

Í sameiginlegri tilkynningu segir að samkomulagið miði að stórauknu samstarfi norðlensku lögregluliðanna fjögurra. Komið verður á laggirnar sérstöku teymi þriggja lögreglumanna við rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri ásamt lögreglumanni með fíkniefnahund. Verða tveir lögreglumannanna í teyminu frá sérsveit ríkislögreglustjóra.

"Með samstarfinu er stefnt að því að efla styrk og samtakamátt lögregluliðanna fjögurra og herða þannig baráttuna gegn innflutningi, dreifingu og neyslu fíkniefna," eins og segir í tilkynningunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×