Erlent

Bandarískir karlmenn líklegri til að ættleiða en konur

Bandarískir karlmenn á aldrinum átján til fjörutíu og fjögurra ára eru meira en tvöfalt líklegri til að ættleiða börn en konur á sama aldri. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem byggð er á gögnum úr rannsókn á fjölskylduþróun sem gerð var í Bandaríkjunum árið 2002.

Skýrslan sýndi að 1200 þúsund karlmenn á þessum aldri höfðu ættleitt börn en einungis 613 þúsund konur. Ekki er fullyrt um neinar sérstakar ástæður fyrir þessum mun í skýrslunni. En skýrsluhöfundar velta því þó fyrir sér hvort ástæðan geti verið sú að karlmenn séu líklegri til að ættleiða börn maka úr fyrra hjónabandi þeirra en konur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×