Innlent

Saving Iceland segir bless í bili

Mótmælendurnir hlekkjuðu sig við ótal tæki og tól í sumar til að stöðva vinnu.
Mótmælendurnir hlekkjuðu sig við ótal tæki og tól í sumar til að stöðva vinnu.

Fjórðu aðgerðabúðum samtakanna Saving Iceland er lokið. Þetta kemur fram á vefsíðu samtakanna.

Samtökin hafa verið í þrjár vikur á Hellisheiði þar sem mótmælt var stækkun Hellisheiðar­virkjunar. Samtökin efndu til nokkurra aðgerða í sumar. Þau stöðvuðu meðal annars vinnu í Helguvík og við álverið í Straums­vík, trufluðu vinnu í höfuðstöðvum Landsvirkjunar og stöðvuðu vinnu jarðbors á Hellisheiði.

Samtökin árétta þó að baráttunni sé ekki lokið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×