Erlent

Herinn áformar að yfirgefa Írak

Bandarískir hermenn.
Bandarískir hermenn.

Írösk og bandarísk stjórnvöld eru nú nálægt því að ná samkomulagi um að bandarískt herlið yfirgefi Írak í október 2010. Samkvæmt samkomulaginu verða síðustu hermennirnir búnir að yfirgefa landið þremur árum síðar. Þetta hefur Associated Press fréttastofan eftir háttsettum íröskum embættismönnum.

Samkvæmt samkomulaginu munu bandarísk stjórnvöld þurfa að gefa eftir hluta af svokölluðu 'Grænu svæði', þar sem bandaríska sendiráðið er staðsett, fyrir árslok 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×