Erlent

Tíu ár frá árásum Al-Kaída á sendiráð Bandaríkjanna í Afríku

Tíu ár eru nú liðin frá annarri stórárás Al-Kaída á Bandaríkin. Á þriðja hundrað manna fórst þegar tvö sendiráð landsins í Afríku voru sprengd í loft upp.

Þann sjöunda ágúst árið 1998 var pallbíl fullum af sprengiefni ekið að bandaríska sendiráðinu í Nairóbí í Kenya. Þar sprakk hann í loft upp. Nokkrum mínútum síðar sprakk annar bíll við bandaríska sendiráðið í Dar es Salam í Tansaníu. Langflestir þeirra sem fórust voru innfæddir.

Segja má að þetta hafi verið árás númer tvö af fjórum stórárásum sem Al-Kaída hefur gert á Bandaríkin.

Fyrsta árásin var gerð árið 1993 þegar samtökin reyndu að sprengja tvíburaturnana í New York í fyrra skiptið. Talsverðar skemmdir urðu og mannfall en turnarnir stóðu.

Númer tvö var árásin á sendiráðin í Afríku.

Númer þrjú var sprengjuárás á bandaríska tundurspillinn Cole í höfninni í Aden í Jemen. Þá var í fyrsta skipti gripið til aðgerða gegn Al-Kaída. Bill Clinton lét herskip skjóta stýriflaugum á Súdan þar sem talið var að Osama bin Laden væri að reisa efnavopnaverksmiðju.

Númer fjögur var svo síðari árásin á tvíburaturnana í New York. Í það skipti tókst ætlunarverkið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×