Erlent

Ástralska lögreglan upprætir fíkniefnahring

Efnið sem fannst er ekki í neinum smáskömmtum. Mynd/ AFP.
Efnið sem fannst er ekki í neinum smáskömmtum. Mynd/ AFP.

Ástralska lögreglan segist hafa upprætt alþjólegan fíkniefnasmyglhring og gert upptækt mesta magn af alsælu hingað til. Sextán manns hafa verið handteknir í Ástralíu vegna málsins og er búist við að fleiri verði handteknir í Belgíu, Hollandi og á Ítalíu.

Rannsókn málsins hefur staðið yfir í heilt ár en hún hófst með því að 15 milljónir alsælu taflna fundust í skipagámi sem sendur var frá Melbourne í Ástralíu til Ítalíu. Áætlað götuvirði efnanna er um 32 milljarðar króna.

Það var ástralska tollgæslan sem fann efnið í niðursuðudósum í skipagámi í júní 2007. Tollgæslan brá á það ráð að setja skaðlaust efni í stað alsælunnar og fylgjast svo með sendingunni þar til hún barst á leiðarenda.

Böndin bárust svo að fólki víðsvegar að úr heiminum þegar 150 kíló af kókaíni voru send til Ástralíu í síðasta mánuði.

Saksóknari í Canberra í Austurríki segir að með aðgerðunum sé búið að sýna fram á að Ástralía sé ekki auðveldur markaður fyrir fíkniefnasmyglara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×