Innlent

Vinstri grænir bara stundum á móti stokkum

Gísli Marteinn Baldursson.
Gísli Marteinn Baldursson.

Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að Vinstri grænir séu á móti stokkum því þeir séu of dýrir og það eigi ekki að þjóna einkabílum á þennan hátt. Samt hafi Vinstri grænir haft um það forystu að skipuleggja stokk við Mýrargötu, aðeins 200 m vestar.

„Sömuleiðis styðja Vinstri grænir stokk á Miklubrautina meðfram

Miklatúni og undir Lönguhlíð, sem nú er í vinnslu.Þannig að það er ljóst að Vinstri grænir telja að sumsstaðar megi vera stokkar, en annarsstaðar ekki. Þá vaknar sú spurning af hverju Vinstri grænir vilja ekki stokk fyrir framan Tónlistarhúsið," segir Gísli.

„Markmiðið með stokki þar er að auka aðgengi gangandi að húsinu og tryggja góða samfellu milli þeirrar miklu starfsemi sem þar verður og miðborgarinnar. Vinstri grænir telja greinilega best sé að hafa hraðbraut fyrir framan húsið en samkvæmt umferðaspám verður umferð á þessari götu fljótlega jafn mikil og hún er núna á Hringbrautinni."

„Hvernig það gagnast gangandi vegfarendum er vandséð. Þá má nefna að ef stokkurinn framan við Tónlistarhúsið yrði ekki að veruleika, heldur

bara Mýrargötustokkurinn einsog Vinstri grænir vilja, þá verður stór

150 metra gangnamunni við vestanverðan miðbakkann, og ljóst er að rífa þarf hluta af gömlu verbúðunum sem þar standa og hýsa núna meðal

annars Sægreifann. Það er athyglisverð stefna hjá vinstri grænum."

„Samfelldur stokkur frá Sæbraut vestur í Ánanaust mun bæta mannlíf,

auka umferðaröryggi og draga úr gegnumakstri um miðborgina. Á

yfirborði verða hjólreiðastígar og sérstakar akreinar fyrir

almenningssamgöngur, auk einnar akreinar í hvora átt yfir þá

bílaumferð sem á erindi í miðborgina," segir Gísli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×