Erlent

Ökumaður bin Ladens fékk 66 mánaða dóm

Teikning frá réttarhöldunum.
Teikning frá réttarhöldunum.

Salim Hamdan, ökumaður Osama bin Ladens, var í dag dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi en hann var í gær fundinn sekur um stuðning við hryðjuverk.

Saksóknarar höfðu krafist þrjátíu ára fangelsisvistar yfir Hamdan og því er dómurinn nokkuð áfall fyrir ekki eingöngu saksóknarana heldur alla ríkisstjórn Bush Bandaríkjaforseta sem barist hefur hatrammlega fyrir tilverurétt Guantanamo fangelsisbúðanna sem mætt hafa mikilli andstöðu.

Réttarhöldin yfir Hamdan voru þau fyrstu í Guantanamo og reyndust ekki sú óskabyrjun sem ráðamenn í Bandaríkjunum höfðu vonast eftir.

Hamdan hefur nú þegar setið inni í 61 mánuð sem þýðir að hann gæti verið laus innan fimm mánaða.








Tengdar fréttir

Guantanamo réttarhöld mögulega dæmd ómerk

Fyrstu réttarhöldin í sérstökum bandarískum hérdómsstól í Guantanamo-fangabúðunum gætu verið dæmd ómerk vegna óskýrleika á skilgreiningu á því hvað sé glæpur og hvað sé stríðsglæpur.

Bílstjóri bin Ladens dæmdur

Salim Hamdan, bílstjóri Osama bin Ladens, var í dag fundinn sekur af bandarískum herdómsstóli í Guantanamo fangabúðunum. Þetta var í fyrsta sinn sem fullt dómsmál fer fyrir bandarískan herrétt síðan í seinni heimstyrjöldinni.

Bílstjóri bin Laden fyrir dómstóla í Guantanamo

Meintur bílstjóri og samverkamaður Osama bin Laden, Salim Hamdan að nafni, verður leiddur fyrir bandarískan herdómstól í Guantanamo fangabúðunum á Kúbu eftir helgi. Dómsmálið er það fyrsta í sögu bandarísks herdómstóls síðan í seinni heimstyrjöldinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×