Innlent

Úgandaforseti vill til Íslands

Yoweri Museveni
Yoweri Museveni

Yoweri Museveni, forseti Afríkuríkisins Úganda, hefur lýst yfir áhuga á að koma í heimsókn til Íslands til að kynna sér jarð­varma. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.

„Við fengum þau skilaboð frá forseta Úganda fyrir nokkru síðan að hann hefði áhuga á að koma í heimsókn til Íslands í haust," segir Ólafur. Ekkert hefur þó verið ákveðið um heimsóknina.

„Það eru nokkur ríki í austan­verðri Afríku sem búa yfir miklum jarðhitaauðlindum og Úganda er eitt þeirra. Forsetinn hefur kynnst því sem við erum að gera í Djíbútí, sem er mjög merkilegt verkefni þar sem við erum að hjálpa einni fátækustu þjóð Afríku að verða sjálfbjarga í orkumálum, og hann lýsti þess vegna áhuga sínum á að koma til Íslands og fá að kynnast jarðhitanum sérstaklega."

Ráðamenn í fleiri Afríkuríkjum, þeirra á meðal Erítreu, Eþíópíu og Tansaníu, munu hafa viðrað áhuga á svipaðri heimsókn.

„Það er dálítið gaman að það geti orðið eitthvert stærsta fram­lag okkar til Afríku, þessarar fá­tækustu heimsálfu, að hjálpa ríkjunum í Austur-Afríku að nýta sér þessar auðlindir, en um leið gera það á arðsaman hátt fyrir Íslendinga," segir forsetinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×