Erlent

Bílstjórinn fékk fimm og hálfs árs fangelsi

Teikning af Salim Hamdan. Mynd/ AFP.
Teikning af Salim Hamdan. Mynd/ AFP.

Fyrrum bílstjóri Osama Bin Landens var í gær dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi í bandarískum stríðsréttarhöldum í Guantanamo flóa.

Saksóknarar fóru fram á að bílstjórinn, Salim Hamdan, yrði dæmdur í að minnsta kosti 30 ára fangelsi. Hann var fundinn sekur, á miðvikudag, um að styðja hryðjuverk, en sýknaður af ákærum um að vera samsekur um morð.

Miðað við þann tíma sem Hamdan hefur þegar setið inni, gæti hann verið látinn laus eftir fimm mánuði, en talsmenn bandaríska varnarmálaráðuneytisins segja að mögulega verði hann látinn sitja lengur í fangelsi á grundvelli hryðjuverkalaga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×