Erlent

Grunaður um að hafa í hótunum gagnvart Obama

Barack Obama forsetaframbjóðandi.
Barack Obama forsetaframbjóðandi.

Bandarísk yfirvöld hafa ákært 22 ára gamlan karlmann fyrir að hafa hótað því að myrða Barack Obama forsetaframbjóðanda. Maðurinn heitir Raymond Hunter Geisel. Hann er sagður hafa haft uppi hótanir gagnvart Obama í lok júli og talað niðrandi um kynþátt hans.

Hann er jafnframt sagður hafa haft í hótunum gagnvart George Bush núverandi forseta, en er ekki ákærður fyrir þær sakir. Leyniþjónustan handtók Geisel í Miami á laugardag og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær án möguleika á lausn gegn tryggingu.

Geisel neitar ásökunum en verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×