Innlent

Fimm ríki standa á bak við 90% dauðarefsinga

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Ögmundur Jónasson er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Ögmundur Jónasson er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.

,,Það er umhugsunarefni að ríki sem við höfum nánast beðið á hnjánum um að vernda okkur frá öllu illu sé svona ofarlega á blaði," segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, og vísar til þess að Bandaríkin eru í fimmta sæti yfir þau ríki sem framkvæma flestar aftökur á ári hverju.

Ríflega 90% dauðarefsinga sem fara í heiminum eru framkvæmdar í fimm löndum. Árið 2007 fóru flestar aftökur fram í Kína, Íran, Sádi-Arabíu, Pakistan og Bandaríkjunum. Sádi-Arabía er það land þar sem hlutfallslega flestir eru teknir af lífi í aftökum. Á seinasta ári afnámu Albaníu, Rúanda og Cook-eyjar dauðarefsingar.

Amnesty International telur að lágmarki 1252 hafi verið teknir af lífi á seinasta ári í 24 löndum. Samtökin ítreka að tölurnar gefi einungis vísbendingar þar sem líklegt er að aftökurnar hafi verið mun fleiri.

Ögmundur fagnar því því ríki eins að Albanía og Rúganda færist nær því teljast til mannréttindaríkja.

Yfir 100 ríki heimila ekki dauðarefsingar og á ári hverju bætast ný lönd í hóp þeirra sem hafna dauðarefsingum. 63 ríki heimila aftökur.

,,Dauðadómur byggir á hinu fornkveðna auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Það stríðir gegn því siðferði sem reynt hefur verið, allavega okkar heimshluta, að koma inn í vitund okkar í 2000 ár en hefur ekki tekist betur en þetta," segir Ögmundur.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×