Fleiri fréttir

Falla frá jöfnum launum fyrir alla á Kúbu

Yfirvöl á Kúbu hafa ákveðið að hætta við stefnu sínum um jöfn laun fyrir alla. Hér eftir geta stjórnendur fyrirtækja sem og starfsfólk þeirra unnið sér inn árangurstengda bónusa í vinnu sinni.

Vinnuslys á Akureyri

Iðnaðarmaður slasaðist við vinnu sína í verslunarhúsnæði við Glerártorg á Akureyri á sjöunda tímanum í gærkvöldi.

Stofnandi Google ætlar út í geim

Sergey Brin, annars stofnandi Google, ætlar út í geim og hefur borgað fimm milljónir dollara inn á ferð sem fyrirtækið Space Adventures skipuleggur.

Fimmtungur ársneyslunnar náðist í Norrænu

Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að útreikningar SÁÁ geri ráð fyrir því að hassneysla á íslandi sé að lágmarki eitt tonn á ári. Það þýðir að hassið sem gert var upptækt í Norænu í dag sé nærri því einn fimmti af ársneyslu á efninu hér á landi.

Enn týna Bretar viðkvæmum upplýsingum

Einn af háttsettustu starfsmönnum bresku leyniþjónustunnar gleymdi skjali sem inniheldur viðkvæmar upplýsingar um Írak og Al kaída um borð í lest. Farþegi í lestinni fann skjalið og kom því í hendurnar á BBC sem sagði svo frá málinu í dag. Það þykir afar viðkvæmt fyrir stjórnvöld enda ítarlegar upplýsingar um starfshætti Al kaída að finna í skjalinu.

Færri bílar og minni matur en meira freyðivín

Þjóðin kaupir æ færri nýja bíla, minna af mat og er farin að velta stærri hluta neyslunnar yfir á kreditkortið. Freyðivínið flæðir þó stríðari straumum en á sama tíma í fyrra og áfengissala eykst.

Ísbjörninn fleginn og rannsakaður

Ísbjörinn sem var felldur í síðustu viku var fleginn og rannsakaður á Sauðárkróki í dag. Hann hafði að minnsta kosti verið á landinu frá deginum áður því ung stúlka sá hann á svipuðum slóðum.

Kajakræðarinn kominn fram

Kajakræðarinn sem grennslast var eftir fyrr í dag er kominn fram og hefur haft samband við Landhelgisgæsluna.

Grétar ætlar að hætta

Grétar Þorsteinsson forseti Alþýðusambands Íslands tilkynnti á fundi miðstjórnar sambandsins í dag, að hann bjóði sig ekki fram til áframhaldandi setu í embætti þegar núverandi kjörtímabil hans rennur út. Grétar hefur verið forseti ASÍ í 12 ár.

Vann nauman sigur í umdeildu máli

Gordon Brown vann nauman sigur á breska þinginu í dag þegar samþykkt var með 315 atkvæðum gegn 306 að samþykkja umdeilt hryðjuverkafrumvarp. hans sem heimilar lögreglu að halda grunuðum hryðjuverkamönnum í 42 daga án þess að birta þeim ákærur.

Viðurkennir að Berlínarbollur séu innfluttar

Í yfirlýsingu frá Bakarameistaranum kemur fram að auk kleinuhringja og hnetuvínarbrauða í bakaríum keðjunnar séu Berlínarbollurnar og smjörhornin einnig innflutt frosin. Það stangast á við fyrri orð framkvæmdastjóra Bakarameistarans.

Kardináli í Vatikaninu segir heiminn vera með Íslam á heilanum

Jean-Louis Tauran kardináli sem sér um samskipti og tengsl við önnur trúarbrögð hjá Vatíkaninu segir heiminn vera heltekinn af Íslam. Hann ásamt deild sinni er að útbúa viðmiðanir til þess að skapa málefnalega umræða milli Kaþólsku kirkjunnar og annarra trúarbragða.

,,Málið er ekki í upplausn"

Júlíus Vífill Ingvarsson formaður stjórnar Faxaflóahafna segir að bókun Faxaflóahafna um Geirsgötustokk hafi verið gerð í ,,góðu samkomulagi" við Gísla Martein Baldursson formann umhverfis- og samgönguráðs. ,,Ég hef vissulega rætt þetta við hann og lét hann vita fyrir fram af þessari hugsanlegu bókun Faxaflóahafna."

Grennslast fyrir um kajakræðara

Menn á vegum Landsbjargar eru farnir að afla upplýsinga um bandarískan kajakræðara sem hugðist róa í kringum landið. Ekkert hefur spurst til hans síðan á laugardag.

Sárnar að missa stæðin

Bílastæðum í miðbæ Reykjavíkur fækkar um 120 vegna framkvæmda sem nú eru að hefjast á svokölluðum Alþingisreit við Tjarnargötu. ,,Það er sárt að missa þessi stæði," segir Kolbrún Jónatansdóttir framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs Reykjavíkurborgar.

Dópsmyglari fluttur til Reykjavíkur - myndir

Flugvél Landhelgisgæslunnar lenti fyrir stundu á Reykjavíkurflugvelli með Hollendinginn sem handtekinn var á Seyðisfirði í gær, grunaður um að hafa ætlað að smygla vel á annað hundrað kílóum af hassi inn til landsins.

Lalli Johns handtekinn í Hveragerði

Samkvæmt heimildum Vísis var síbrotamaðurinn Lalli Johns handtekinn í gær eftir innbrot í íbúð við Heilsustofnunina í Hvergerði. Innbrotið átti sér stað fyrir hádegi og mun húsráðandi hafa komið að Lalla í íbúð sinni eftir að hafa skotist i þvottahús. Í framhaldinu var Lalli færður til yfirheyrslu á lögreglustöðina á Selfossi.

Hænsnum slátrað í Hong Kong vegna hættu á fuglaflensu

Öllum lifandi hænsnum á mörkuðum og í búðum í Hong Kong verður slátrað þar sem fundist hefur H5N1-fuglaflensuveira í hænsnum á mörkuðum þar í borg. Slátra þurfti 2700 hænsnum um helgina eftir að eftirlitsmenn á svæðinu fundu veiruna í fimm hænsnum.

Fornleifauppgröftur við Alþingishúsið

Til stendur að fornleifauppgröftur hefjist 1. júlí á svokölluðum Alþingisreit við Tjarnargötu, Vonarstræti og Kirkjustræti. ,,Mjög merkar leifar hafa fundist á svæðinu í kringum reitinn. Þarna er hugsanlega að finna minjar frá landnámsárunum. Jafnvel frá miðöldum en lítið hefur fundist frá því tímabili," segir Garðar Guðmundsson hjá Fornleifastofnun Íslands.

Handtekinn Hollendingur þekktur smyglari

Heimildir Vísis herma að Hollendingurinn , sem handtekinn var í tengslum við smygl á tæplega 200 kílóum af hassi í Norrænu í gær, sé þekktur smyglari úr undirheimum Evrópu. Hann hefur þó ekki komið áður við sögu lögreglunnar hér á landi.

Parið sem gripið var í samförum í skriftarstólnum iðrast

Ítalskt par sem gripið var þegar það var að stunda kynlíf í skriftarstól í dómkirkju í Cesena á Ítalíu iðrast nú gjörða sinna. Þau voru staðin að verki þegar morgunmessa stóð yfir. Þau hafa nú sæst við biskup staðarins.

Atvinnuleysi nánast óbreytt

Eins prósents atvinnuleysi reyndist í maímánuði hér á landi og fjölgaði atvinnulausum um 22 frá fyrra mánuði. Atvinnuleysishlutfallið er því svo að segja óbreytt frá síðasta mánuði og hefur raunar verið eitt prósent frá áramótum.

Sjávarútvegsráðherra: Tilhæfulausar ásakanir

"Hér er verið að bera mig sökum sem eru tilhæfulausar," segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Vísir greindi frá óánægju heimamanna í Kaldrananeshreppi með úthlutun styrks vegna mótvægisaðgerða til tveggja manna sem eru veiðifélagar Einars.

Malbikun á Kringlumýrarbraut fram á kvöld

Búast má við töfum á Kringlumýrarbraut í dag og fram á kvöld vegna malbikunar þar. Byrjað var að fræsa götuna í morgun þegar tekin var fyrir ein akrein á eystri akbraut í akstursstefnu til norðurs frá sveitarfélagamörkum við Kópavog að Bústaðavegi.

Segja norrænu ríkin standa vel

Fjármálaráðherrar norrænu ríkjanna telja að fjárhagsleg staða hins opinbera í löndunum sé sterkt þrátt fyrir að minnkandi efnahagsvöxtur á alþjóðavettvangi sé farinn að draga úr aukningu útflutnings. Þetta kom fram á fundi þeirra í Svíþjóð í gær.

Kerstin Fritzl ætti að ná sér að fullu

Hin 19 ára Kerstin Fritzl ætti að ná fullri heilsu samkvæmt lækni hennar. Hún er ein af börnunum sem Josef Fritzl átti með dóttur sinni Elisabeth sem hann hélt fanginni í kjallara sínum í 24 ár. Kerstin hefur verið meðvitundarlaus frá því að veikindi hennar ljóstruðu upp um fangana í kjallaranum í apríl en hún vaknaði úr dái fyrir nokkrum dögum.

Svarthöfði er félagsmaður í Vantrú

Þegar biskup Íslands, prestar og djáknar gengu til setningar Prestastefnu í Dómkirkjunni í gær gekk heldur óvenjulegur maður á eftir hersingunni til kirkju.

150 - 200 kíló af hassi í húsbílnum

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er magnið í hassmálinu sem upp kom á Seyðisfirði í gær 150 - 200 kílógrömm. Hollenskur karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 9. júlí. Efnið fannst í húsbíl sem kom til landsins með Norrænu í gær.

Gagnrýna að veiðifélagar ráðherra fái milljónir í styrk

Iðnaðarráðuneytið úthlutaði tveimur mönnum sem eiga sumarbústað í Hveravík en búa á höfuðborgarsvæðinu átta milljónir króna í styrk til að leita að heitu vatni. Íbúar Kaldrananeshrepps, sem hlaut fjórar milljónir í styrk, eru furðu lostnir.

Sjá næstu 50 fréttir