Innlent

Dópsmyglari fluttur til Reykjavíkur - myndir

SB skrifar
Hollendingurinn fluttur burt í lögreglubíl.
Hollendingurinn fluttur burt í lögreglubíl. MYND/Símon Birgisson

Flugvél Landhelgisgæslunnar lenti fyrir stundu á Reykjavíkurflugvelli með Hollendinginn sem handtekinn var á Seyðisfirði í gær, grunaður um að hafa ætlað að smygla vel á annað hundrað kílóum af hassi inn til landsins.

Blaðamaður Vísis var á staðnum. Fjöldi lögreglumanna beið eftir flugvélinni sem flutti einnig farþega til Reykjavíkur. Þegar farþegarnir höfðu yfirgefið svæði Landhelgisgæslunnar opnaðist flugskýlið og lögreglubíll keyrði Hollendinginn að Lögreglustöðinni á Hverfisgötu.

Hollendingurinn, sem hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 9. júlí, ætlaði að flytja til landsins vel á annað hundrað kíló í húsbíl og er líklegt að efnið hafi einnig verið um borð í vélinni.

Heimildir Vísis herma að Hollendingurinn sé þekktur smyglari úr undirheimum Evrópu. Hann hefur þó ekki komið áður við sögu lögreglunnar hér á landi. Götuvirði hassins er á bilinu 315 til 420 milljónir króna ef tekið er mið af upplýsingum sem finna má á heimasíðu SÁÁ.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að hún hafi tekið við rannsókn málsins en hún verst frekari frétta af því.

Karl Steinar Valsson ásamt lögreglumönnum. Beðið eftir Hollendingnum fljúgandi.Símon Birgisson
Flugvélin lendir á Reykjavíkurflugvelli. Nauthólsvík skammt frá.Símon Birgisson
Inn í flugskýlinu. Þegar farþegar höfðu yfirgefið svæðið var Hollendingurinn færður í lögreglubíl.Símon Birgisson
Lögreglan keyrir burt. Fréttamaður fylgist með lögreglufylgdinni.Símon Birgisson
Hollendingurinn bak við skyggða rúðu. Hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.Símon Birgisson

Tengdar fréttir

Handtekinn Hollendingur þekktur smyglari

Heimildir Vísis herma að Hollendingurinn , sem handtekinn var í tengslum við smygl á tæplega 200 kílóum af hassi í Norrænu í gær, sé þekktur smyglari úr undirheimum Evrópu. Hann hefur þó ekki komið áður við sögu lögreglunnar hér á landi.

Götuvirði hassins á bilinu 315 - 420 milljónir króna

Götuvirði hassins sem reynt var að smygla til landsins í húsbíl með Norrænu í gær er á bilinu 315 til 420 milljónir króna ef tekið er mið af upplýsingum sem finna má á heimasíðu SÁÁ.

150 - 200 kíló af hassi í húsbílnum

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er magnið í hassmálinu sem upp kom á Seyðisfirði í gær 150 - 200 kílógrömm. Hollenskur karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 9. júlí. Efnið fannst í húsbíl sem kom til landsins með Norrænu í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×