Innlent

Götuvirði hassins á bilinu 315 - 420 milljónir króna

Götuvirði hassins sem reynt var að smygla til landsins í húsbíl með Norrænu í gær er á bilinu 315 til 420 milljónir króna ef tekið er mið af upplýsingum sem finna má á heimasíðu SÁÁ.

Þar á bæ kanna menn reglulega verðlag á ólöglegum vímuefnum með könnun meðal sjúklinga. Nýjasta könnunin er frá því í mars og samkvæmt henni kostar grammið af hassi 2110 krónur. Þar sem á bilinu 150-200 kíló af hassi náðust í eftirliti tollgæslu og lögreglu á Seyðisfirði nemur götuverðmæti efnanna á bilinu 316 til 422 milljónum króna.

Það þarf varla að taka fram að um er að ræða mesta magn fíkniefna sem hald hefur verið lagt á hér á landi. Fyrra metið var sett í Fáskrúðsfjarðarmálinu í fyrra. Þá var lagt hald á nærri 24 kíló af amfetamíni, tæp 14 kíló af e-töfludufti ognærri 1800 e-töflur.

Mesta magn fíkniefna sem hald hefur verið lagt á í Norrænu hingað til eru 12 kíló af amfetamíni. Þau fundust í Volkswagen-bifreið sem tveir Litháar komu á með ferjunni í júlí 2006. Þeir hlutu báðir sjö ára fangelsi fyrir smyglið.

 


Tengdar fréttir

150 - 200 kíló af hassi í húsbílnum

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er magnið í hassmálinu sem upp kom á Seyðisfirði í gær 150 - 200 kílógrömm. Hollenskur karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 9. júlí. Efnið fannst í húsbíl sem kom til landsins með Norrænu í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×