Innlent

Segja norrænu ríkin standa vel

Fjármálaráðherrar norrænu ríkjanna telja að fjárhagsleg staða hins opinbera í löndunum sé sterkt þrátt fyrir að minnkandi efnahagsvöxtur á alþjóðavettvangi sé farinn að draga úr aukningu útflutnings. Þetta kom fram á fundi þeirra í Svíþjóð í gær.

Í frétt frá norrænu ráðherranefndinni kemur fram að norrænu ríkin hafi vakið athygli á alþjóðavísu fyrir að reka efnahagsstefnu sem sameini sterk ríkisfjármál með félagslegu ívafi og sterkt velferðarkerfi.

Ráðherrarnir samþykktu einnig að stofna nýtt norrænt tímarit um efnahagsstefnu. Gert er ráð fyrir að Norræna ráðherranefndin muni fjármagna hluta tímaritsins sem mun bera titilinn Nordic Economic Policy Review. „Það er vilji fjármálaráðherranna að tímaritið veiti svör við þeim spurningum sem vakna í tengslum við efnahagsstefnu frá norrænu sjónarhorni og stuðli að umræðum um efnahagsmál á Norðurlöndum," segir í frétt frá norrænu ráðherranefndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×