Gagnrýna að veiðifélagar ráðherra fái milljónir í styrk 11. júní 2008 11:02 Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Veiðifélagar hans fá milljónir í styrk. Iðnaðarráðuneytið úthlutaði tveimur mönnum sem eiga sumarbústað í Hveravík en búa á höfuðborgarsvæðinu átta milljónir króna í styrk til að leita að heitu vatni. Íbúar Kaldrananeshrepps, sem hlaut fjórar milljónir í styrk, eru furðu lostnir. „Þetta þykir mjög undarlegt og kom flatt upp á heimamenn," segir Magnús Ragnarsson sagnfræðingur og stjórnarformaður Strandagaldra. Vísir ræddi við fleiri heimamenn sem segja sömu sögu. „Þeir virðast réttu megin í pólitíkinni," segir Guðbrandur Loftsson, fyrrverandi ábúandi í Hveravík sem seldi Magnúsi og Gunnari jörðina. Hann segist hafa vitað af heita vatninu fyrir löngu en ekki haft peninga í framkvæmdir. „Æðin var rétt við húsgaflinn," segir hann. Styrkurinn er hluti af mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna niðurskerðingar þorskkvótans. Mennirnir heita Magnús H. Magnússon, rafvirki, og Gunnar Jóhannsson, hrefnuveiðimaður og í stjórn Félags íslenskra hrefnuveiðimanna. Þeir keyptu jörðina Hveravík en búa fyrir sunnan. Magnús og Gunnar eru einnig þekktir veiðifélagar Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra. Gunnar er tilvonandi tengdafaðir Björns Friðriks Brynjólfssonar, aðstoðarmanns Einars. „Við erum búnir að þekkja Einar í fjöldamörg ár sem og aðra Íslendinga," segir Gunnar, sem var á miðunum þegar Vísir náði í hann. Hann sagði þá félaga, hann og Magnús, hafa sótt um styrkinn á jafnréttisgrundvelli og meint tengsl við sjávarútvegsráðherra skipti þar engu máli. „Við sóttum um til iðnaðarráðuneytisins og iðnaðarráðherra hefur aldrei verið í veiði með okkur," sagði Gunnar í léttum dúr. Mörður Árnason, varaþingmaður og formaður Orkuráðs, segir ekkert í reglunum sem bannaði einstaklingum að sækja um styrk. „Hólmavík hefur orðið fyrir aflaskerðingu og hitaveita á svæðinu mun gagnast öllum hreppnum," segir Mörður.Í sama streng tók Jenný Jensdóttir, oddviti í Kaldrananeshreppi. „Ég óska þeim bara til hamingju. Við erum ánægð með það sem við fengum." Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Iðnaðarráðuneytið úthlutaði tveimur mönnum sem eiga sumarbústað í Hveravík en búa á höfuðborgarsvæðinu átta milljónir króna í styrk til að leita að heitu vatni. Íbúar Kaldrananeshrepps, sem hlaut fjórar milljónir í styrk, eru furðu lostnir. „Þetta þykir mjög undarlegt og kom flatt upp á heimamenn," segir Magnús Ragnarsson sagnfræðingur og stjórnarformaður Strandagaldra. Vísir ræddi við fleiri heimamenn sem segja sömu sögu. „Þeir virðast réttu megin í pólitíkinni," segir Guðbrandur Loftsson, fyrrverandi ábúandi í Hveravík sem seldi Magnúsi og Gunnari jörðina. Hann segist hafa vitað af heita vatninu fyrir löngu en ekki haft peninga í framkvæmdir. „Æðin var rétt við húsgaflinn," segir hann. Styrkurinn er hluti af mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna niðurskerðingar þorskkvótans. Mennirnir heita Magnús H. Magnússon, rafvirki, og Gunnar Jóhannsson, hrefnuveiðimaður og í stjórn Félags íslenskra hrefnuveiðimanna. Þeir keyptu jörðina Hveravík en búa fyrir sunnan. Magnús og Gunnar eru einnig þekktir veiðifélagar Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra. Gunnar er tilvonandi tengdafaðir Björns Friðriks Brynjólfssonar, aðstoðarmanns Einars. „Við erum búnir að þekkja Einar í fjöldamörg ár sem og aðra Íslendinga," segir Gunnar, sem var á miðunum þegar Vísir náði í hann. Hann sagði þá félaga, hann og Magnús, hafa sótt um styrkinn á jafnréttisgrundvelli og meint tengsl við sjávarútvegsráðherra skipti þar engu máli. „Við sóttum um til iðnaðarráðuneytisins og iðnaðarráðherra hefur aldrei verið í veiði með okkur," sagði Gunnar í léttum dúr. Mörður Árnason, varaþingmaður og formaður Orkuráðs, segir ekkert í reglunum sem bannaði einstaklingum að sækja um styrk. „Hólmavík hefur orðið fyrir aflaskerðingu og hitaveita á svæðinu mun gagnast öllum hreppnum," segir Mörður.Í sama streng tók Jenný Jensdóttir, oddviti í Kaldrananeshreppi. „Ég óska þeim bara til hamingju. Við erum ánægð með það sem við fengum."
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira