Innlent

Sárnar að missa stæðin

Kolbrún Jónatansdóttir framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs Reykjavíkurborgar.
Kolbrún Jónatansdóttir framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs Reykjavíkurborgar.

Bílastæðum í miðbæ Reykjavíkur fækkar um 120 vegna framkvæmda sem nú eru að hefjast á svokölluðum Alþingisreit við Tjarnargötu. ,,Það er sárt að missa þessi stæði," segir Kolbrún Jónatansdóttir framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs Reykjavíkurborgar.

Bílastæðum mun ekki fjölga í miðbænum fyrr en að bílastæðakjallari undir fyrirhuguðu Tónlistar- og ráðstefnuhúsi sem nú rís við Geirsgötu verður tekið í notkun í desember á næsta ári. Kolbrún segir að í kjallaranum verði 1500-1800 bílastæði og þar af munu 250 stæði tilheyra Bílastæðasjóð.

Í tengslum við umræðu um hátt eldsneytisverð segir Kolbrún að hún sjái þess ekki merki að almenningur sé farinn að nota einkabílinn minna. ,,Tekjur Bílastæðasjóðs eru óbreyttar."


Tengdar fréttir

Fornleifauppgröftur við Alþingishúsið

Til stendur að fornleifauppgröftur hefjist 1. júlí á svokölluðum Alþingisreit við Tjarnargötu, Vonarstræti og Kirkjustræti. ,,Mjög merkar leifar hafa fundist á svæðinu í kringum reitinn. Þarna er hugsanlega að finna minjar frá landnámsárunum. Jafnvel frá miðöldum en lítið hefur fundist frá því tímabili," segir Garðar Guðmundsson hjá Fornleifastofnun Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×