Innlent

Reynir ritstjóri þarf að borga hálfa milljón í sekt

Reynir Traustason
Reynir Traustason

Reynir Traustason var í dag dæmdur til þess að greiða 500 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs vegna áfengisauglýsinga sem birtust í tímaritinu Mannlífi þegar Reynir var ritstjóri þess.

Reynir neitaði sök í málinu og bar því við að umræddar auglýsingar hefðu ekki verið auglýsingar heldur umfjallanir um áfengi. Á það féllst dómari ekki og mat það svo að um auglýsingar væri að ræða.

Reynir hefur ekki áður sætt refsingu og var því samkvæmt dómafordæmi dæmdur til þess að greiða 500 þúsund krónur í sekt. Greiði hann það ekki þarf Reynir að dúsa 28 daga í fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×