Innlent

Fimmtungur ársneyslunnar náðist í Norrænu

Þórarinn Tyrfingsson
Þórarinn Tyrfingsson

Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að útreikningar SÁÁ geri ráð fyrir því að hassneysla á íslandi sé að lágmarki eitt tonn á ári. Það þýðir að hassið sem gert var upptækt í Norænu í dag sé nærri því einn fimmti af ársneyslu á efninu hér á landi.

Aðspurður hvaða áhrif þetta hafi á eiturlyfjamarkaðinn hér á landi segir Þórarinn að reynslan sýni að svona mál hafi furðulítil áhrif.

Verðið komi til með að hækka lítillega en það gangi til baka innan tíðar.

Eitt gramm af hassi kostar yfirleitt 2000 krónur um þessar mundir.

Þórarinn segir að neysla á hassi hafi náð ákveðnu hámarki fyrir fáeinum árum og virðist ekki ætla að aukast. Ekki hafi heldur dregið úr neyslunni heldur hafi hún verið stöðug undanfarin ár.

Þórarinn segist fagna því að Norrænusmyglið hafi komist upp. "Þetta sýnir að tollgæslan og lögregan eru að vinna vinnuna sína," segir hann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×