Fleiri fréttir Þrjár líkamsárásir í Reykjavík Nokkur erill var hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þrjár minniháttar líkamsárásir komu til kasta lögreglu og þrír voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur. Þá komu upp fimm mál sem vörðuðu brot á lögreglusamþykktum. 29.12.2007 10:17 Víða hægt að skíða Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er opið dag frá klukkan tíu til fimm í dag. Núna í morgun var nánast logn í fjallinu og fimm til átta gráðu frost. Harðpakkaður snjór er á skíðasvæðinu en enn er aðeins hægt að skíða þar sem búið er að framleiða snjó. 29.12.2007 10:13 Hicks látinn laus Ástralinn David Hicks, eini fanginn í Guantanamo-fangabúðum Bandaríkjamanna á Kúbu, sem hlotið hefur dóm fyrir aðild að hryðjuverkum, var látinn laus úr fangelsi í heimalandi sínu í morgun. Hicks játaði í mars að hafa aðstoðað al Kaída hryðjuverkasamtökin þegar hann var í Afganistan og var dæmdur í sjö ára fangelsi. 29.12.2007 10:08 Lýstu yfir sigri í kosningum í Kenía Stjórnarandstæðingar í Kenía lýstu í morgun yfir sigri í forsetakosningum sem fóru fram í landinu á fimmtudag. Ræla Ódinga, frambjóðandi þeirra, er með fjögurra prósenta forskot á Mvæ Kíbakí, sitjandi forseta, þegar búið er að telja þrjá fjórðu greiddra atkvæða. 29.12.2007 10:03 Velti bíl við Þorbjörninn Ökumaður velti bifreið sinni á Grindavíkurvegi á móts við Þorbjörninn á níunda tímanum í gær. Hann slasaðist ekki alvarlega, að talið er, en var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann í Fossvogi til skoðunar. 29.12.2007 10:00 Neitar að hafa banað Bhutto Herskár pakistanskur klerkur, sem sagður er tengjast al Kaída hryðjuverkasamtökunum, neitar því staðfastlega að bera ábyrgð á morðinu á Benasír Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans. 29.12.2007 09:54 Hundur banaði ungabarni Rotweiler hundur banaði eins árs dreng á heimili í Wakefield í suð-austur hluta Englands í gær. Drengurinn var gestkomandi ásamt foreldrum sínum í húsinu þar sem frændfólk þeirra býr. 29.12.2007 09:48 Bruggverksmiðju á Laugarveginum lokað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði í gær bruggverksmiðju sem staðsett var í húsi einu á Laugarvegi. Auk bruggáhalda lagði lögregla hald á um 600 lítra af landa og um 50 lítra af spíra. 29.12.2007 09:40 Fundu 150 e-töflur í Reykjanesbæ Hundrað og fimmtíu e-töflur og fimmtíu og fimm grömm af meintu amfetamíni fundust við húsleit í Reykjanesbæ í gærkvöld. Húsráðandi gekkst við að eiga efnið. Hann var handtekinn ásamt einum aðila, sem var gestkomandi á heimilinu. Þeir voru báðir látnir lausir að lokinni skýrslutöku. Húsleitin var samstarfsverkefni fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum. 29.12.2007 09:35 Skemmdir unnar í kirkjugarði Lögreglan á Suðurnesjum handtók 17 ára ölvaðan dreng við Hátún í Reykjanesbæ, í nótt, þar sem hann var að berja á glugga íbúðarhúss með merktum leiðiskrossi. 29.12.2007 09:29 Réðist inn á heimili vopnaður sleggju á aðfangadagskvöld „Ég sat hérna og var að opna pakkana mína á aðfangadagskvöld þegar hann stendur allt í einu fyrir framan mig með sleggju í hendinni,“ segir kona sem búsett er á Akureyri og varð fyrir hrikalegri reynslu á jólunum. 28.12.2007 20:21 Vita hver myrti Bhutto Al Qaeda hryðjuverkasamtökin stóðu að bak morðinu á Benazir Bhutto í gærmorgun að sögn stjórnvalda í Pakistan. Það var innanríkisráðuneyti landsins sem gaf þetta út í dag. 28.12.2007 21:43 Eldur í bílaverkstæði í Ármúla Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld á bílaverkstæði í Ármúla 15 í Reykjavík. 28.12.2007 19:09 Týndur ferðamaður fundinn Hjálparsveit skáta í Hveragerði leitaði í dag ferðamanns á svæðinu í kringum Reykjadal. Félagi mannsins, sem tilkynnti að hans væri saknað, hafði ekki heyrt í honum frá því á þriðjudag, en þá var hann staddur í skála á svæðinu. 28.12.2007 16:54 Lést á fjórhjólinu sem hún fékk í jólagjöf Sjö ára gömul stelpa í bænum Blackmore á Bretlandi lést í gær eftir að hún varð fyrir Range Rover jeppa þar sem hún keyrði um á fjórhjóli. Hjólið hafði hún fengið í jólagjöf. 28.12.2007 23:05 Fimm og hálft kíló af fíkniefnum til landsins með hraðsendingu Tollgæslan á Suðurnesjum lagði hald á fimm og hálft kíló af hörðum efnum sem komu með hraðsendingu til landsins frá Þýskalandi. Þetta er mesta magn sem tollgæslan hér á landi hefur fundið við eftirlit með hraðsendingum. 28.12.2007 19:00 Flugvél brotlenti á Arnarvatnsheiði Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-Líf var kölluð að Arnarvatnsheiði vegna lítillar einkaflugvélar sem hlekktist þar á í lendingu. Að sögn starfsmanna í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar varð flugmanni vélarinnar ekki meint af. Fulltrúar frá Rannsóknarnefnd flugslysa rannsakar tildrög óhappsins. 28.12.2007 16:02 Toyota tekur sénsinn Eftir að hafa í mörg ár byggt stærri og stærri pallbíla fyrir Bandaríkjamarkað hefur Toyota nú snúið nú blaðinu og er að kynna smábíl með palli. 28.12.2007 15:45 Dæmdur fyrir að gefa manni á baukinn Héraðsdómur Norðurlands - eystra dæmdi í dag karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að kýla mann í andlitið á veitingastaðnum Gamla Bauk á Húsavík, með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi nefbrotnaði. Árásarmaðurinn viðurkenndi brot sitt og þótti játning hans nægjanleg sönnun til að byggja á. 28.12.2007 15:26 Gefa gjafabréf fyrir flugeldagleraugum Blindrafélagið og Slysavarnafélagið Landsbjörg senda öllum 10 til 15 ára börnum gjafabréf fyrir flugeldagleraugum. Segja félögin vonast til að gleraugun verði til þess að ekkert barn slasist á augum um áramótin. 28.12.2007 15:07 Búist við að 800 tonn af flugeldum verði sprengd upp Sorphirðan í Reykjavík varar fólk við að henda leifum af flugeldum í ruslatunnur. Kaupendur flugelda eiga að fara sjálfir með umbúðir og aðrar leyfar í endurvinnslustöðvar Sorpu. Búast má við mikilli loftmengun á gamlárskvöld því skottertur og blys valda mestum reyk. 28.12.2007 15:06 Bílasala víkur fyrir flugeldum Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík verður með sína árlega flugeldasölu í B&L húsinu við Grjótháls 1. Þetta er sjötta árið í röð sem Flugbjörgunarsveitin fær aðstöðu í B&L húsinu endurgjaldslaust, en allur ágóði af flugeldasölunni rennur til reksturs sveitanna. 28.12.2007 15:02 Ótrúlega margar falskar nauðgunarkærur Þrjár af hverjum fjórum kærum um nauðganir sem berast til dönsku lögreglunnar eru beinlínis vafasamar. Og ein af hverjum fimm er hrein lygi. 28.12.2007 14:44 Erfitt að sanna skipulagðan þjófnað Litháarnir fimm sem dæmdir voru fyrir búðarhnupl í október eru farnir úr landi samkvæmt heimildum Vísis. Farbann sem þeim var gert að sæta rann úr gildi þegar dómur féll í málinu. Ef það reynist rétt þurfa þrír þeirra þurfa að koma aftur til Íslands til að afplána fangelsisdóma sem þeir hlutu fyrir þjófnað, hylmingu og vörslu þýfis. Geri þeir það ekki verður lýst eftir þeim á Schengen svæðinu og hjá Interpol. 28.12.2007 13:43 Fjöldi áramótagesta þrefaldast á fimm árum Fjöldi erlendra ferðamanna sem dvelja á hótelum og gistiheimilum í Reykjavík yfir áramót hefur þrefaldast á fimm árum. Árið 2002 voru þeir um 1200 talsins en nú verða þeir um 3600. 28.12.2007 12:38 Bjargað úr vök Björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar hífði rétt í þessi karlmann á sjötugsaldri upp úr vök í Másvatni á Mýrum 28.12.2007 12:30 Þúsundir viðstaddir útför Bhutto Sextán eru látnir í það minnsta í róstrum sem hófust í Sindh héraði í Pakistan í kjölfar morðsins á Benazir Bhutto. Útför hennar fer nú fram í heimabæ hennar en Bhutto verður lögð til hinstu hvílu við hlið föður síns sem einnig féll fyrir morðingjahendi en hann var forsætisráðherra Pakistans og sá fyrsti sem kjörinn var í lýðræðislegri kosningu. 28.12.2007 11:27 Rán í Fredericia Lögreglan í Fredericia í Danmörku rannsakar nú rán sem framið var hjá stóru dönsku öryggisfyrirtæki í nótt. Grímuklæddir menn yfirbugðu tvær konur sem vinna hjá fyrirtækinu og bundu þær niður. Þeir hlupu síðan brott með umtalsverða peningaupphæð, samkvæmt upplýsingum frá Klaus Arboe hjá lögreglunni á Jótlandi. Í gær var Danske Bank í Árósum rændur og flúðu ræningjar þaðan af hólmi með ríflega 300 milljónir. 28.12.2007 11:25 Leit hert að Madeleine í Marokkó Leitin að Madeleine McCann hefur verið hert í Marokkó eftir margar tilkynningar um að hún hafi sést þar. 28.12.2007 10:43 Al-Qaeda banaði Bhutto Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafa lýst yfir ábyrgð á morðinu á Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra Pakistans, samkvæmt heimildum Sky fréttastöðvarinnar. Bhutto var myrt á leið frá kosningafundi skömmu eftir hádegið í gær að íslenskum tíma. Bhutto átti sér fjölmarga fjendur, þar á meðal úr röðum Musharrafs forseta en grunurinn beindist einnig fljótt að öfgasinnuðum múslimum. 28.12.2007 09:34 Fráfall Bhuttos snertir frambjóðendur í Bandaríkjunum Morðið á Benazir Bhutto í Pakistan í gær hafði áhrif á kosningabaráttu frambjóðenda fyrir forkosningar um forsetaembættið í Bandaríkjunum. 28.12.2007 08:46 Lögreglan leitar enn bankaræningja Lögreglan á Austur - Jótlandi leitar enn fjögurra manna sem talið er að hafi stungið af með ríflega þrjú hundruð milljónir íslenskra króna úr bankaráni í Brabrand, úthverfi Árósa í gær. 28.12.2007 08:43 Bhutto grafin í dag Lík Benazir Bhutto hefur verið flutt til heimabæjar hennar í Sindh, þar sem það verður grafið í dag. Pervez Musharraf, forseti Pakistan, bað þjóð sína í gær um að sýna stillingu. 28.12.2007 08:22 Von á skilaboðum frá Osama bin Laden Von er á nýjum skilaboðum frá Osama bin Laden á næstunni, ef marka má upplýsingar sem birtust á íslamskri vefsíðu í gærkvöld. Samkvæmt heimildum er nýja myndskeiðið fimmtíu og sex mínútna langt og tileinkað Írak. Ekki hefur verið greint frá því nákvæmlega hvenær skilaboðin munu birtast en yfirleitt hafa skilaboð frá bin Laden verið birt um þremur dögum eftir að tilkynnt hefur verið að þau væru á leiðinni. Ef að líkum lætur verða þau því birt um helgina. 28.12.2007 08:15 Bandaríkjamenn rúmlega 303 milljónir talsins Bandarísk stjórnvöld gera ráð fyrir því að Bandaríkjamenn verði rétt rúmlega þrjúhundruð og þrjár milljónir talsins á nýársdag og er það um 0,9% fólksfjölgun frá því síðastliðinn nýársdag. 28.12.2007 07:47 Fimm innbrot í nótt Brotist var inn í fjögur íbúðahús vítt og breitt um borgina í nótt auk þess sem brotist var inn í Menntaskólann við Hamrahlíð. 28.12.2007 07:40 Tvær líkamsárásir í Reykjavík í nótt Ráðist var á tvo menn í höfuðborginni í gær og varð annar þeirra fyrir hnífstungu. Hann var á ferð í Bergstaðarstrætinu í nótt þegar þrír menn réðust á hann og veittu honum sár með eggvopni. 28.12.2007 07:33 Bhutto lést af skosári aftan á hálsi Benazir Bhutto lést af skotsári sem hún hlaut aftan á hálsi en tilræðismaðurinn sprengdi sig í loft upp eftir að hafa skotið hana. Sprengingin drap 22 aðra að sögn lækna. 27.12.2007 22:05 Bhutto flutt á heimaslóðir Lík Benazir Bhutto var í kvöld flutt af sjúkrahúsi en þaðan verður hún færð til Larkana sem er heimabær hennar. 27.12.2007 21:07 Tekin á Litla Hrauni með fíkniefni í leggöngum Tvítug stúlka fór í heimsókn á Litla Hraun seinni partinn á Þorláksmessu. Þar gerði fíkniefnahundur athugasemd við stúlkuna sem var í framhaldi handtekin. 27.12.2007 17:39 Hefur pabbi þinn farið á Vog? Ef þú ert karlmaður þá eru 50% líkur á því að þú komir á Vog fyrir sjötugt ef faðir þinn hefur farið í meðferð á Vogi. 27.12.2007 19:47 Aldrei fleiri í innanlandsflugi Farþegar í innanlandsflugi eru yfir hálf milljón á þessu ári en aldrei áður hafa svo margir farþegar farið um íslenska áætlunarflugvelli. 27.12.2007 19:25 Ánægja með Ólaf Þjóðin vill að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gefi kost á sér til endurkjörs samkvæmt óformlegri skoðanakönnun fréttastofu Stöðvar 2. 27.12.2007 19:22 Vonar að morðið á Bhutto hleypi ekki öllu í bál og brand „Þetta þýðir að nú eru harðlínu íslamistar að færa sig upp á skaftið í landinu sem er óhugnanlegt og hefur áhrif á lýðræðisþróunina,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra um morðið á Benazir Bhutto leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Pakistan. 27.12.2007 17:26 Bifreið stolið á Súðavík Lögreglan á Ísafirði fékk tilkynningu í gær um að bifreið hafið verið tekin ófrjálsri hendi í Súðavík. Bifreiðin fannst síðan við flugvöllinn á Ísafirði og beindist grunur að ungum mönnum sem höfðu farið til Reykjavíkur með flugi. 27.12.2007 16:29 Sjá næstu 50 fréttir
Þrjár líkamsárásir í Reykjavík Nokkur erill var hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þrjár minniháttar líkamsárásir komu til kasta lögreglu og þrír voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur. Þá komu upp fimm mál sem vörðuðu brot á lögreglusamþykktum. 29.12.2007 10:17
Víða hægt að skíða Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er opið dag frá klukkan tíu til fimm í dag. Núna í morgun var nánast logn í fjallinu og fimm til átta gráðu frost. Harðpakkaður snjór er á skíðasvæðinu en enn er aðeins hægt að skíða þar sem búið er að framleiða snjó. 29.12.2007 10:13
Hicks látinn laus Ástralinn David Hicks, eini fanginn í Guantanamo-fangabúðum Bandaríkjamanna á Kúbu, sem hlotið hefur dóm fyrir aðild að hryðjuverkum, var látinn laus úr fangelsi í heimalandi sínu í morgun. Hicks játaði í mars að hafa aðstoðað al Kaída hryðjuverkasamtökin þegar hann var í Afganistan og var dæmdur í sjö ára fangelsi. 29.12.2007 10:08
Lýstu yfir sigri í kosningum í Kenía Stjórnarandstæðingar í Kenía lýstu í morgun yfir sigri í forsetakosningum sem fóru fram í landinu á fimmtudag. Ræla Ódinga, frambjóðandi þeirra, er með fjögurra prósenta forskot á Mvæ Kíbakí, sitjandi forseta, þegar búið er að telja þrjá fjórðu greiddra atkvæða. 29.12.2007 10:03
Velti bíl við Þorbjörninn Ökumaður velti bifreið sinni á Grindavíkurvegi á móts við Þorbjörninn á níunda tímanum í gær. Hann slasaðist ekki alvarlega, að talið er, en var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann í Fossvogi til skoðunar. 29.12.2007 10:00
Neitar að hafa banað Bhutto Herskár pakistanskur klerkur, sem sagður er tengjast al Kaída hryðjuverkasamtökunum, neitar því staðfastlega að bera ábyrgð á morðinu á Benasír Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans. 29.12.2007 09:54
Hundur banaði ungabarni Rotweiler hundur banaði eins árs dreng á heimili í Wakefield í suð-austur hluta Englands í gær. Drengurinn var gestkomandi ásamt foreldrum sínum í húsinu þar sem frændfólk þeirra býr. 29.12.2007 09:48
Bruggverksmiðju á Laugarveginum lokað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði í gær bruggverksmiðju sem staðsett var í húsi einu á Laugarvegi. Auk bruggáhalda lagði lögregla hald á um 600 lítra af landa og um 50 lítra af spíra. 29.12.2007 09:40
Fundu 150 e-töflur í Reykjanesbæ Hundrað og fimmtíu e-töflur og fimmtíu og fimm grömm af meintu amfetamíni fundust við húsleit í Reykjanesbæ í gærkvöld. Húsráðandi gekkst við að eiga efnið. Hann var handtekinn ásamt einum aðila, sem var gestkomandi á heimilinu. Þeir voru báðir látnir lausir að lokinni skýrslutöku. Húsleitin var samstarfsverkefni fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum. 29.12.2007 09:35
Skemmdir unnar í kirkjugarði Lögreglan á Suðurnesjum handtók 17 ára ölvaðan dreng við Hátún í Reykjanesbæ, í nótt, þar sem hann var að berja á glugga íbúðarhúss með merktum leiðiskrossi. 29.12.2007 09:29
Réðist inn á heimili vopnaður sleggju á aðfangadagskvöld „Ég sat hérna og var að opna pakkana mína á aðfangadagskvöld þegar hann stendur allt í einu fyrir framan mig með sleggju í hendinni,“ segir kona sem búsett er á Akureyri og varð fyrir hrikalegri reynslu á jólunum. 28.12.2007 20:21
Vita hver myrti Bhutto Al Qaeda hryðjuverkasamtökin stóðu að bak morðinu á Benazir Bhutto í gærmorgun að sögn stjórnvalda í Pakistan. Það var innanríkisráðuneyti landsins sem gaf þetta út í dag. 28.12.2007 21:43
Eldur í bílaverkstæði í Ármúla Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld á bílaverkstæði í Ármúla 15 í Reykjavík. 28.12.2007 19:09
Týndur ferðamaður fundinn Hjálparsveit skáta í Hveragerði leitaði í dag ferðamanns á svæðinu í kringum Reykjadal. Félagi mannsins, sem tilkynnti að hans væri saknað, hafði ekki heyrt í honum frá því á þriðjudag, en þá var hann staddur í skála á svæðinu. 28.12.2007 16:54
Lést á fjórhjólinu sem hún fékk í jólagjöf Sjö ára gömul stelpa í bænum Blackmore á Bretlandi lést í gær eftir að hún varð fyrir Range Rover jeppa þar sem hún keyrði um á fjórhjóli. Hjólið hafði hún fengið í jólagjöf. 28.12.2007 23:05
Fimm og hálft kíló af fíkniefnum til landsins með hraðsendingu Tollgæslan á Suðurnesjum lagði hald á fimm og hálft kíló af hörðum efnum sem komu með hraðsendingu til landsins frá Þýskalandi. Þetta er mesta magn sem tollgæslan hér á landi hefur fundið við eftirlit með hraðsendingum. 28.12.2007 19:00
Flugvél brotlenti á Arnarvatnsheiði Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-Líf var kölluð að Arnarvatnsheiði vegna lítillar einkaflugvélar sem hlekktist þar á í lendingu. Að sögn starfsmanna í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar varð flugmanni vélarinnar ekki meint af. Fulltrúar frá Rannsóknarnefnd flugslysa rannsakar tildrög óhappsins. 28.12.2007 16:02
Toyota tekur sénsinn Eftir að hafa í mörg ár byggt stærri og stærri pallbíla fyrir Bandaríkjamarkað hefur Toyota nú snúið nú blaðinu og er að kynna smábíl með palli. 28.12.2007 15:45
Dæmdur fyrir að gefa manni á baukinn Héraðsdómur Norðurlands - eystra dæmdi í dag karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að kýla mann í andlitið á veitingastaðnum Gamla Bauk á Húsavík, með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi nefbrotnaði. Árásarmaðurinn viðurkenndi brot sitt og þótti játning hans nægjanleg sönnun til að byggja á. 28.12.2007 15:26
Gefa gjafabréf fyrir flugeldagleraugum Blindrafélagið og Slysavarnafélagið Landsbjörg senda öllum 10 til 15 ára börnum gjafabréf fyrir flugeldagleraugum. Segja félögin vonast til að gleraugun verði til þess að ekkert barn slasist á augum um áramótin. 28.12.2007 15:07
Búist við að 800 tonn af flugeldum verði sprengd upp Sorphirðan í Reykjavík varar fólk við að henda leifum af flugeldum í ruslatunnur. Kaupendur flugelda eiga að fara sjálfir með umbúðir og aðrar leyfar í endurvinnslustöðvar Sorpu. Búast má við mikilli loftmengun á gamlárskvöld því skottertur og blys valda mestum reyk. 28.12.2007 15:06
Bílasala víkur fyrir flugeldum Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík verður með sína árlega flugeldasölu í B&L húsinu við Grjótháls 1. Þetta er sjötta árið í röð sem Flugbjörgunarsveitin fær aðstöðu í B&L húsinu endurgjaldslaust, en allur ágóði af flugeldasölunni rennur til reksturs sveitanna. 28.12.2007 15:02
Ótrúlega margar falskar nauðgunarkærur Þrjár af hverjum fjórum kærum um nauðganir sem berast til dönsku lögreglunnar eru beinlínis vafasamar. Og ein af hverjum fimm er hrein lygi. 28.12.2007 14:44
Erfitt að sanna skipulagðan þjófnað Litháarnir fimm sem dæmdir voru fyrir búðarhnupl í október eru farnir úr landi samkvæmt heimildum Vísis. Farbann sem þeim var gert að sæta rann úr gildi þegar dómur féll í málinu. Ef það reynist rétt þurfa þrír þeirra þurfa að koma aftur til Íslands til að afplána fangelsisdóma sem þeir hlutu fyrir þjófnað, hylmingu og vörslu þýfis. Geri þeir það ekki verður lýst eftir þeim á Schengen svæðinu og hjá Interpol. 28.12.2007 13:43
Fjöldi áramótagesta þrefaldast á fimm árum Fjöldi erlendra ferðamanna sem dvelja á hótelum og gistiheimilum í Reykjavík yfir áramót hefur þrefaldast á fimm árum. Árið 2002 voru þeir um 1200 talsins en nú verða þeir um 3600. 28.12.2007 12:38
Bjargað úr vök Björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar hífði rétt í þessi karlmann á sjötugsaldri upp úr vök í Másvatni á Mýrum 28.12.2007 12:30
Þúsundir viðstaddir útför Bhutto Sextán eru látnir í það minnsta í róstrum sem hófust í Sindh héraði í Pakistan í kjölfar morðsins á Benazir Bhutto. Útför hennar fer nú fram í heimabæ hennar en Bhutto verður lögð til hinstu hvílu við hlið föður síns sem einnig féll fyrir morðingjahendi en hann var forsætisráðherra Pakistans og sá fyrsti sem kjörinn var í lýðræðislegri kosningu. 28.12.2007 11:27
Rán í Fredericia Lögreglan í Fredericia í Danmörku rannsakar nú rán sem framið var hjá stóru dönsku öryggisfyrirtæki í nótt. Grímuklæddir menn yfirbugðu tvær konur sem vinna hjá fyrirtækinu og bundu þær niður. Þeir hlupu síðan brott með umtalsverða peningaupphæð, samkvæmt upplýsingum frá Klaus Arboe hjá lögreglunni á Jótlandi. Í gær var Danske Bank í Árósum rændur og flúðu ræningjar þaðan af hólmi með ríflega 300 milljónir. 28.12.2007 11:25
Leit hert að Madeleine í Marokkó Leitin að Madeleine McCann hefur verið hert í Marokkó eftir margar tilkynningar um að hún hafi sést þar. 28.12.2007 10:43
Al-Qaeda banaði Bhutto Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafa lýst yfir ábyrgð á morðinu á Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra Pakistans, samkvæmt heimildum Sky fréttastöðvarinnar. Bhutto var myrt á leið frá kosningafundi skömmu eftir hádegið í gær að íslenskum tíma. Bhutto átti sér fjölmarga fjendur, þar á meðal úr röðum Musharrafs forseta en grunurinn beindist einnig fljótt að öfgasinnuðum múslimum. 28.12.2007 09:34
Fráfall Bhuttos snertir frambjóðendur í Bandaríkjunum Morðið á Benazir Bhutto í Pakistan í gær hafði áhrif á kosningabaráttu frambjóðenda fyrir forkosningar um forsetaembættið í Bandaríkjunum. 28.12.2007 08:46
Lögreglan leitar enn bankaræningja Lögreglan á Austur - Jótlandi leitar enn fjögurra manna sem talið er að hafi stungið af með ríflega þrjú hundruð milljónir íslenskra króna úr bankaráni í Brabrand, úthverfi Árósa í gær. 28.12.2007 08:43
Bhutto grafin í dag Lík Benazir Bhutto hefur verið flutt til heimabæjar hennar í Sindh, þar sem það verður grafið í dag. Pervez Musharraf, forseti Pakistan, bað þjóð sína í gær um að sýna stillingu. 28.12.2007 08:22
Von á skilaboðum frá Osama bin Laden Von er á nýjum skilaboðum frá Osama bin Laden á næstunni, ef marka má upplýsingar sem birtust á íslamskri vefsíðu í gærkvöld. Samkvæmt heimildum er nýja myndskeiðið fimmtíu og sex mínútna langt og tileinkað Írak. Ekki hefur verið greint frá því nákvæmlega hvenær skilaboðin munu birtast en yfirleitt hafa skilaboð frá bin Laden verið birt um þremur dögum eftir að tilkynnt hefur verið að þau væru á leiðinni. Ef að líkum lætur verða þau því birt um helgina. 28.12.2007 08:15
Bandaríkjamenn rúmlega 303 milljónir talsins Bandarísk stjórnvöld gera ráð fyrir því að Bandaríkjamenn verði rétt rúmlega þrjúhundruð og þrjár milljónir talsins á nýársdag og er það um 0,9% fólksfjölgun frá því síðastliðinn nýársdag. 28.12.2007 07:47
Fimm innbrot í nótt Brotist var inn í fjögur íbúðahús vítt og breitt um borgina í nótt auk þess sem brotist var inn í Menntaskólann við Hamrahlíð. 28.12.2007 07:40
Tvær líkamsárásir í Reykjavík í nótt Ráðist var á tvo menn í höfuðborginni í gær og varð annar þeirra fyrir hnífstungu. Hann var á ferð í Bergstaðarstrætinu í nótt þegar þrír menn réðust á hann og veittu honum sár með eggvopni. 28.12.2007 07:33
Bhutto lést af skosári aftan á hálsi Benazir Bhutto lést af skotsári sem hún hlaut aftan á hálsi en tilræðismaðurinn sprengdi sig í loft upp eftir að hafa skotið hana. Sprengingin drap 22 aðra að sögn lækna. 27.12.2007 22:05
Bhutto flutt á heimaslóðir Lík Benazir Bhutto var í kvöld flutt af sjúkrahúsi en þaðan verður hún færð til Larkana sem er heimabær hennar. 27.12.2007 21:07
Tekin á Litla Hrauni með fíkniefni í leggöngum Tvítug stúlka fór í heimsókn á Litla Hraun seinni partinn á Þorláksmessu. Þar gerði fíkniefnahundur athugasemd við stúlkuna sem var í framhaldi handtekin. 27.12.2007 17:39
Hefur pabbi þinn farið á Vog? Ef þú ert karlmaður þá eru 50% líkur á því að þú komir á Vog fyrir sjötugt ef faðir þinn hefur farið í meðferð á Vogi. 27.12.2007 19:47
Aldrei fleiri í innanlandsflugi Farþegar í innanlandsflugi eru yfir hálf milljón á þessu ári en aldrei áður hafa svo margir farþegar farið um íslenska áætlunarflugvelli. 27.12.2007 19:25
Ánægja með Ólaf Þjóðin vill að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gefi kost á sér til endurkjörs samkvæmt óformlegri skoðanakönnun fréttastofu Stöðvar 2. 27.12.2007 19:22
Vonar að morðið á Bhutto hleypi ekki öllu í bál og brand „Þetta þýðir að nú eru harðlínu íslamistar að færa sig upp á skaftið í landinu sem er óhugnanlegt og hefur áhrif á lýðræðisþróunina,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra um morðið á Benazir Bhutto leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Pakistan. 27.12.2007 17:26
Bifreið stolið á Súðavík Lögreglan á Ísafirði fékk tilkynningu í gær um að bifreið hafið verið tekin ófrjálsri hendi í Súðavík. Bifreiðin fannst síðan við flugvöllinn á Ísafirði og beindist grunur að ungum mönnum sem höfðu farið til Reykjavíkur með flugi. 27.12.2007 16:29