Innlent

Velti bíl við Þorbjörninn

Ökumaður velti bifreið sinni á Grindavíkurvegi á móts við Þorbjörninn á níunda tímanum í gær. Hann slasaðist ekki alvarlega, að talið er, en var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann í Fossvogi til skoðunar. Tveir farþegar í bifreiðinni voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar og fóru þeir til síns heima að henni lokinni.

Á slysavettvangi á Grindavíkurvegi notaði lögreglan svo kölluð díóðuljós, sem sett voru á Grindavíkurveginn til að vara vegfarendur við slysinu. Þegar lögreglan var að taka saman ljósin var búið að stela einu ljósinu af vettvangi. Lögreglan biður þann sem tók ljósið að koma því til lögreglunnar á Suðurnesjum því hér er um að ræða mjög mikilvægan öryggisbúnað bæði fyrir vegfarendur og lögreglumenn á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×