Innlent

Bílasala víkur fyrir flugeldum

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík verður með sína árlega flugeldasölu í B&L húsinu við Grjótháls 1. Þetta er sjötta árið í röð sem Flugbjörgunarsveitin fær aðstöðu í B&L húsinu endurgjaldslaust, en allur ágóði af flugeldasölunni rennur til reksturs sveitanna.

Flugeldasalan stendur dagana 28. til 31. desember og er opin frá kl.10 til 22 alla daga og til kl.16 á gamlársdag.

Meðlimir Flugbjörgunarsveitarinnar hvetja fólk til að muna eftir hlífðargleraugunum, en þau geta skipt sköpum ef slys verða við meðhöndlun flugelda. Gleraugun fást á flugeldamörkuðunum og þar er einnig hægt að fá leiðbeiningar um örugga notkun flugelda.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×