Innlent

Víða hægt að skíða

Íslendingar þurfa ekki endilega að skella sér til Austurríkis til að skíða.
Íslendingar þurfa ekki endilega að skella sér til Austurríkis til að skíða.

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er opið dag frá klukkan tíu til fimm í dag. Núna í morgun var nánast logn í fjallinu og fimm til átta gráðu frost. Harðpakkaður snjór er á skíðasvæðinu en enn er aðeins hægt að skíða þar sem búið er að framleiða snjó.

Það er hins vegar lokað í Bláfjöllum enda er brekkurnar auðar. Aftur á móti vonast menn til að úrkoman um helgina falli sem snjór í fjöllunum og þá gæti farið að verða skíðafæri upp úr áramótunum. Á skíðasvæðinu á Ísafirði eru allar lyftur lokaðar vegna snjóleysis en þar er gönguskíðafæri og verður opnað upp úr klukkan ellefu.

Rennifæri er hins vegar á skíðasvæðinu í Tindastóli í Skagafirði. Þar hefur snjóað í þrjá daga, búið að troða og lyftan verður opin frá tólf til fimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×