Innlent

Aldrei fleiri í innanlandsflugi

Farþegar í innanlandsflugi eru yfir hálf milljón á þessu ári en aldrei áður hafa svo margir farþegar farið um íslenska áætlunarflugvelli.

Veruleg fjölgun hefur orðið á farþegum í innanlandsflugi á þessu ári en farþegunum hefur fjölgað um hátt í fimmtung frá því í fyrra.

Tekið var á móti 500.000 farþeganum á Reykjavíkurflugvelli í dag við nokkra athöfn. Það voru hjónin Rafn Jónsson og Kristín Alda Kjartansdóttir sem komu frá Þórshöfn með viðkomu á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×