Innlent

Bruggverksmiðju á Laugarveginum lokað

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði í gær bruggverksmiðju sem staðsett var í húsi einu á Laugarvegi. Auk bruggáhalda lagði lögregla hald á um 600 lítra af landa og um 50 lítra af spíra. Einn maður var handtekinn í tengslum við málið og gistir hann nú fangageymslur. Hann verður yfirheyrður síðar í dag. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni er talið líklegt að maðurinn hafi ætlað að selja bruggið og því ljóst að lögregla hafi þarna komið í veg fyrir að hann gæti selt einhverju ungmenninu vínanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×