Innlent

Tekin á Litla Hrauni með fíkniefni í leggöngum

Litla Hraun
Litla Hraun

Tvítug stúlka fór í heimsókn á Litla Hraun seinni partinn á Þorláksmessu. Þar gerði fíkniefnahundur athugasemd við stúlkuna sem var í framhaldi handtekin.

Stúlkan framvísar þá sjálfviljug efnum sem hún hafði falið upp í leggöngum. Um var að ræða u.þ.b 45 grömm af hassi og nokkur grömm af amfetamíni. Einnig var eitthvað af óskilgreindum lyfjatöflum.

Stúlkunni var sleppt að yfirheyslu lokinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×