Innlent

Þrjár líkamsárásir í Reykjavík

Þrjár minniháttar líkamsárásir komu til kasta lögreglunnar.
Þrjár minniháttar líkamsárásir komu til kasta lögreglunnar.

Nokkur erill var hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þrjár minniháttar líkamsárásir komu til kasta lögreglu og þrír voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur. Þá komu upp fimm mál sem vörðuðu brot á lögreglusamþykktum.

Eins var lögreglan kölluð að heimahúsi vegna hávaða og þegar þangað var komið kom í ljós að á íbúum og gestum staðarins reyndust vera fíkniefni. Ekki fékkst uppgefið um hve mikið magn var að ræða. Þá komu tvö önnur smærri fíkniefnamál til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×