Innlent

Tvær líkamsárásir í Reykjavík í nótt

Ráðist var á tvo menn í höfuðborginni í gær og varð annar þeirra fyrir hnífstungu. Hann var á ferð í Bergstaðarstrætinu í nótt þegar þrír menn réðust á hann og veittu honum sár með eggvopni.

Maðurinn slasaðist ekki alvarlega og fékk að fara heim þegar gert hafði verið að sárum hans. Hann sagðist ekki þekkja árásarmennina og er þeirra nú leitað.

Þá var ráðist á mann í Bankastrætinu fyrir utan skemmtistaðinn Sólon. Hann var laminn í andlitið og er kinnbeinsbrotinn, nefbrotinn og með brotnar tennur. Að sögn lögreglu var fjöldi vitna að árásinni en þó vildi enginn kannast við neitt þegar eftir því var leitað.

Ekki er vitað hver árásarmaðurinn né hver ástæðan að baki barsmíðunum var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×