Fleiri fréttir Eldur í Hljómskálagarðinum Eldur kviknaði í leiktækjum í Hljómskálagarðinum um fimmleytið. Að sögn slökkviliðsmanna var ekki um mikinn eld að ræða en dælubíll og sjúkrabílar voru sendir á staðinn til öryggis. Ekki er vitað hvort eldurinn náði að læsa sig í gróðri Hljómskálagarðsins. 20.12.2007 17:28 Báru ekki ábyrgð á reiðnámskeiðsslysi Hæstiréttur hefur staðfest sýknudóm sem kona höfðaði á hendur manni og Hestamannafélaginu Sörla vegna slyss sem hún varð fyrir á reiðnámskeiði hjá Sörla. 20.12.2007 17:28 365 dæmt fyrir meiðyrði 365 miðlar var í dag dæmt til að greiða Magnúsi Ragnarsyni, fyrrverandi sjónvarpsstjóra Skjás eins, 1500 þúsund krónur í skaðabætur vegna ummæla sem birtust í DV á haustmánuðum 2006 og í Fréttablaðinu í byrjun árs 2007. 20.12.2007 17:25 Fimmtán mánaða fangelsi fyrir aðild að kókaínsmygli Karlmaður var í Hæstarétti í dag dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir að hafa haft milligöngu um að flytja inn rúmlega 360 grömm af kókaíni til landsins frá Amsterdam í Hollandi. 20.12.2007 16:52 Átta mánaða fangelsi fyrir að keyra fullur Karlmaður var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi auk þess sem hann var sviptur ökuréttindum ævilangt fyrir ölvunarakstur. 20.12.2007 16:49 Sýknaður af því að hafa nefbrotið samfanga sinn viljandi í knattspyrnuleik Hæstiréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Suðurlands og sýknaði fanga á Litla-Hrauni af ákæru um líkamsárás með því að hafa slegið samfanga sinnn í andlitið í knattspyrnuleik á íþróttasvæði fanga á Litla-Hrauni. 20.12.2007 16:41 Fékk nálgunarbann á fyrrum eiginmanninn Kona í Hafnarfirði hefur fengið nálgunarbann á fyrrum eiginmann sinn í 3 mánuði. Þetta staðfesti Hæstiréttur í dag en maðurinn má ekki koma nær heimili hennar en 50 metra radíus. 20.12.2007 16:39 Þorsteinn Davíðsson skipaður héraðsdómari Þorsteinn Davíðsson, aðstoðarsaksóknari og deildastjóri við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, var í dag skipaður héraðsdómari frá og með 1. janúar 2008. 20.12.2007 16:25 Lögfræðingur krúnukúgarans: Það er skítalykt af þessu máli „Þetta er gjörsamlega út í hött, hann verður sýknaður í þessu máli enda hafa þeir ekkert á hann. Íslenska ríkisstjórnin verður að grípa til aðgerða og vernda sinn borgara, það er brotið á honum,“ segir Giovanni di Stefano lögmaður Paul Adalsteinssonar eftir niðurstöðu dagsins. 20.12.2007 16:20 Kaupa 15 íbúðir fyrir geðfatlaða Hleypt var af stokkunum nýju átaksverkefni félagsmálaráðuneytisins í dag sem miðar að því að efla þjónustu og búsetuúrræði geðfatlaðra 20.12.2007 16:12 Fimm í haldi frönsku lögreglunnar vegna tilræðis í Alsír Franska lögreglan hefur fimm menn í haldi sem hún telur tengjast stuðningshópi al-Qaida samtakanna í Alsír sem sögð eru bera ábyrgð á sprengjutilræði í Algeirsborg í síðstu viku. 20.12.2007 15:52 Nægar sannanir fyrir málshöfðun gegn Zuma Ríkissaksóknari Suður-Afríku sagði í dag að hann hefði nú nægar sannanir til þess að hefja málssókn gegn Jakobi Zuma, fyrir spillingu. 20.12.2007 15:51 Saltpéturssýra lak á Hesthálsi Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað að Hesthálsi í Reykjavík fyrir stundu þar sem saltpéturssýra hafði lekið úr keri sem var í vöruflutningabifreið. Talið er að allt að 200 lítrar hafi lekið út. Slökkviliðsmenn telja að kerið hafi skemmst við flutning með fyrrgreindum afleiðingum. Engan hefur sakað vegna þessa. 20.12.2007 15:50 Díana óttaðist um líf sitt Bréf sem Díana Prinsessa skrifaði og innihélt fullyrðingar um að Karl Bretaprins skipulagði “bílslys” þar sem hún ætti að deyja var gert opinbert í fyrsta skipti í gær. 20.12.2007 15:15 Regína nýr skrifstofustjóri borgarstjóra Regína Ástvaldsdóttir hefur verið ráðin skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra í stað Magnúsar Þórs Gylfasonar. 20.12.2007 15:12 Brjóstauppreisn breiðist út Brjóstauppreisn sænskra kvenna er nú að breiðast út til Danmerkur og Noregs. 20.12.2007 15:06 Eimskipsmál sýnir vaxandi styrk Samkeppniseftirlitsins Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að úrskurður Samkeppniseftirlitsins í máli Eimskips sýni hversu sterk stofnunin sé orðin. 20.12.2007 14:59 Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ungur karlmaður var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 20.12.2007 14:56 Fullt tungl og stórstreymi á aðfangadag Landhelgisgæslan vekur athygli á því að fullt tungl er á aðfangadag og stórstreymi því samfara. 20.12.2007 14:41 Krúnukúgarinn neitaði og þarf að bíða fram yfir páska Í dag var íslenska krúnukúgaranum, Paul Adalsteinssyni, birt ákæra í tengslum við kúgun hans á meðlim konungsfjölskyldunnar. Hann neitaði fjárkúguninni en mál hans verður tekið fyrir í apríl á næsta ári. 20.12.2007 14:22 Dæmd fyrir að nýta sér kerfisvillu í Netbanka Glitnis Þrír karlmenn og ein kona voru í dag dæmd í skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að misnota aðgang sinn að gjaldeyrisviðskiptakerfi í Netbanka Glitnis. 20.12.2007 14:22 Styrkja félagasamtök í stað þess að senda jólakort Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra hefur ákveðið að styrkja Faðm, styrktarsjóð samtakanna Heilaheilla, um þá upphæð sem annars hefði farið jólakort með kveðjum ráðherra og starfsfólks ráðuneytisins. 20.12.2007 14:04 Stjórnvöld kanni áhrif Vaxholm-dóms hér á landi Þingflokkur Vinstri - grænna vill að íslensk stjórnvöld kanni það hvaða áhrif dómur Evrópudómstólsins í svokölluðu Vaxholm-máli hafi hér á landi og hvetur til samráðs með verkalýðshreyfingunni um það 20.12.2007 13:45 Frystir aftur í samskiptum Norður- og Suður-Kóreu? Útlit er fyrir að aftur frysti í samskiptum Norður- og Suður-Kóreu eftir þýðu síðustu misserin. Verðandi forseti Suður-Kóreu er ákveðinn í því að Norður-Kóreumenn láti af öllum draumum um kjarnorkuvopn. 20.12.2007 13:26 Flóttamenn fengu orðabækur Kólumbískt flóttafólk sem flutti hingað til lands í haust fékk í morgun orðabækur í jólagjöf frá Rotary Reykjavík International. 20.12.2007 13:17 4500 milljarðar til stríðsrekstrar í Írak og Afganistan Bandaríkjaþing samþykkti í gærkvöldi 4500 milljarða króna aukafjárveitingu til stríðsrekstrarins í Írak og Afganistan - og það þó heimkvaðning hermanna væri ekki tímasett. 20.12.2007 13:00 Verður elsti lifandi þjóðhöfðingi Bretlands Elísabet önnur Englandsdrottning nær merkum áfanga klukkan fimm í dag. Þá verður hún elsti lifandi þjóðhöfðingi Bretlands. 20.12.2007 12:45 Mikil vonbrigði að Krymski verði ekki framseldur „Þetta undirstrikar að nú þarf enn frekar að skerpa á reglum um hvernig tekið er á mönnum sem eru ekki íslensir ríkisborgarar og eru sakaðir um alvarleg brot,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður og lögreglustjóri á Selfossi. 20.12.2007 12:34 Ekki talin hætta á flóðum á Selfossi Hvítá á Suðurlandi er í vexti og er farið að hækka í Ölfusá en ekki er talin hætta á flóðum á Selfossi. 20.12.2007 12:24 Krymski handtekinn í Póllandi en framsalsbeiðni var hafnað Przemyslav Pawel Krymski, einn þeirra sem rauf farbann sem hann var úrskurðaður í af Héraðsdómi Suðurlands og staðfest var í Hæstarétti vegna gruns um aðild að nauðgun, var handtekinn af pólsku lögreglunni á landamærum Póllands og Þýskalands s.l. mánudag að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. 20.12.2007 12:17 Fjórða ránið í 10-11 á árinu Tveir fjórtán ára piltar, grímuklæddir og vopnaðir bareflum, rændu peningum í verslun 10-11 í Grímsbæ við Bústaðaveg um átta leitið í gærkvöldi og komust undan. Þetta er fjórða ránið í 10-11 verslun á árinu. 20.12.2007 12:15 Stjórnvöld fari yfir árangur af virðisaukaskattslækkun Formaður Neytendasamtakanna vill að stjórnvöld og hagsmunaaðilar fari yfir árangur af virðisaukaskattslækkuninni síðast liðinn vetur. Hann segir að þannig megi tryggja að boðað afnám vörugjalda skili sér í vasa neytenda. 20.12.2007 12:10 Langflest sveitarfélög með hámarksútsvar 64 af 79 sveitarfélögum á landinu verða með hámarksútsvar á næsta ári en aðeins þrjú með lágmarksútsvar samkvæmt tölum sem fjármálaráðuneytið birtir í dag. 20.12.2007 11:58 Vandinn liggur í dugleysi ákæruvaldsins Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins segir að rót vandans þegar kemur að mönnum sem rjúfa farbann sé dugleysi ákæruvaldsins. Hann segir óskiljanlegt hve langan tíma það tekur að gefa út ákærur í málum hér á landi. Talið er að fimm manns hafi flúið land þrátt fyrir að vera í farbanni á meðan mál þeirra voru í rannsókn. 20.12.2007 11:57 Ég vil sprengja mig eins og mamma -myndband Breska lögreglan rannsakar nú uppruna myndbands þar sem lítil stúlka hyllir móður sína sem framdi sjálfsmorðssprengjuárás í Ísrael árið 2004. 20.12.2007 11:29 Leikjanet bregst við óheppilegu atviki Stjórnendur vefsins Leikjanet hafa ákveðið hýsa nær alla leiki sjálfir og að hætta að vísa á erlenda vefi, aðra en sérstaka barnavefi. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að erlendir aðilar geti komið inn óæskilegum skilaboðum með leikjum eftir að á þá er vísað. 20.12.2007 11:19 Sigrún Ósk nýr ritstjóri Skessuhorns Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefur verið ráðin ritstjóri Skessuhorns frá og með áramótum og tekur við starfinu af Magnúsi Magnússyni útgefanda. 20.12.2007 10:48 Veðurstofan og Vatnamælingar í eina sæng Vatnamælingar og Veðurstofa Íslands sameinast í nýrri stofnun sem taka á til stara eigi síðar en 1. janúar 2009. Stofnunin gengur undir vinnuheitinu Vatna- og Veðurstofa Íslands. 20.12.2007 10:39 Umhverfis jörðina á eigin spiki Nýsjálenskur maður hefur látið smíða fyrir sig mjög svo sérstakan bát sem gengur fyrir lífrænu eldsneyti. 20.12.2007 10:30 Mjólk og mjólkurvörur hækka um áramótin Heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurðar hækkar um á bilinu 2,8-3,5 prósent um áramótin samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar búavara. 20.12.2007 10:19 Kannað hvort tekjutengja eigi umferðarlagasektir Nefnd sem Kristján L. Möller samgönguráðherra hefur skipað til þess að endurskoða umferðarlögin á meðal annars að skoða hvort tekjutengja eigi umferðarlagasektir. 20.12.2007 10:08 Meistaraþjófar að störfum í Noregi Þjófagengi leikur lausum hala í Noregi og virðist um afar skipulagðar aðgerðir að ræða og hafa þeir haft um hundrað milljónir upp úr krafsinu. 20.12.2007 09:57 Kaupmáttur eykst um þrjú prósent á 12 mánuðum Launavísitalan hefur hækkað um 8,3 prósent síðastliðna tólf mánuði samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. 20.12.2007 09:52 Svartaþoka á Hellisheiði Sendibílstjóri hafði samband við Vísi rétt í þessu og vildi vara ökumenn við mikilli þoku á Hellisheiði. Var hann staddur á heiðinni og sagðist keyra á 40-45 km/klst vegna þokunnar. Vildi hann láta fólk vita sem væri að flýta sér og sagði fólki að fara hægt yfir. 20.12.2007 09:19 Krefjast stöðugrar vöktunar á eldsneytisbirgðastöð í Hvalfirði Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir áhyggjum sínum af miklum eldsneytisflutningum um Hvalfjörð og kallar eftir viðbragðsáætlun Olíudreifingar til að taka á hugsanlegri hættu vegna bráðamengunar. Þetta kemur fram í ályktun sveitarstjórnarinnar sem samþykkt var í gær. „Það er skýlaus krafa sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar að svæðið verði undir stöðugri vakt af vaktmanni á staðnum.“ 20.12.2007 09:16 Sjá næstu 50 fréttir
Eldur í Hljómskálagarðinum Eldur kviknaði í leiktækjum í Hljómskálagarðinum um fimmleytið. Að sögn slökkviliðsmanna var ekki um mikinn eld að ræða en dælubíll og sjúkrabílar voru sendir á staðinn til öryggis. Ekki er vitað hvort eldurinn náði að læsa sig í gróðri Hljómskálagarðsins. 20.12.2007 17:28
Báru ekki ábyrgð á reiðnámskeiðsslysi Hæstiréttur hefur staðfest sýknudóm sem kona höfðaði á hendur manni og Hestamannafélaginu Sörla vegna slyss sem hún varð fyrir á reiðnámskeiði hjá Sörla. 20.12.2007 17:28
365 dæmt fyrir meiðyrði 365 miðlar var í dag dæmt til að greiða Magnúsi Ragnarsyni, fyrrverandi sjónvarpsstjóra Skjás eins, 1500 þúsund krónur í skaðabætur vegna ummæla sem birtust í DV á haustmánuðum 2006 og í Fréttablaðinu í byrjun árs 2007. 20.12.2007 17:25
Fimmtán mánaða fangelsi fyrir aðild að kókaínsmygli Karlmaður var í Hæstarétti í dag dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir að hafa haft milligöngu um að flytja inn rúmlega 360 grömm af kókaíni til landsins frá Amsterdam í Hollandi. 20.12.2007 16:52
Átta mánaða fangelsi fyrir að keyra fullur Karlmaður var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi auk þess sem hann var sviptur ökuréttindum ævilangt fyrir ölvunarakstur. 20.12.2007 16:49
Sýknaður af því að hafa nefbrotið samfanga sinn viljandi í knattspyrnuleik Hæstiréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Suðurlands og sýknaði fanga á Litla-Hrauni af ákæru um líkamsárás með því að hafa slegið samfanga sinnn í andlitið í knattspyrnuleik á íþróttasvæði fanga á Litla-Hrauni. 20.12.2007 16:41
Fékk nálgunarbann á fyrrum eiginmanninn Kona í Hafnarfirði hefur fengið nálgunarbann á fyrrum eiginmann sinn í 3 mánuði. Þetta staðfesti Hæstiréttur í dag en maðurinn má ekki koma nær heimili hennar en 50 metra radíus. 20.12.2007 16:39
Þorsteinn Davíðsson skipaður héraðsdómari Þorsteinn Davíðsson, aðstoðarsaksóknari og deildastjóri við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, var í dag skipaður héraðsdómari frá og með 1. janúar 2008. 20.12.2007 16:25
Lögfræðingur krúnukúgarans: Það er skítalykt af þessu máli „Þetta er gjörsamlega út í hött, hann verður sýknaður í þessu máli enda hafa þeir ekkert á hann. Íslenska ríkisstjórnin verður að grípa til aðgerða og vernda sinn borgara, það er brotið á honum,“ segir Giovanni di Stefano lögmaður Paul Adalsteinssonar eftir niðurstöðu dagsins. 20.12.2007 16:20
Kaupa 15 íbúðir fyrir geðfatlaða Hleypt var af stokkunum nýju átaksverkefni félagsmálaráðuneytisins í dag sem miðar að því að efla þjónustu og búsetuúrræði geðfatlaðra 20.12.2007 16:12
Fimm í haldi frönsku lögreglunnar vegna tilræðis í Alsír Franska lögreglan hefur fimm menn í haldi sem hún telur tengjast stuðningshópi al-Qaida samtakanna í Alsír sem sögð eru bera ábyrgð á sprengjutilræði í Algeirsborg í síðstu viku. 20.12.2007 15:52
Nægar sannanir fyrir málshöfðun gegn Zuma Ríkissaksóknari Suður-Afríku sagði í dag að hann hefði nú nægar sannanir til þess að hefja málssókn gegn Jakobi Zuma, fyrir spillingu. 20.12.2007 15:51
Saltpéturssýra lak á Hesthálsi Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað að Hesthálsi í Reykjavík fyrir stundu þar sem saltpéturssýra hafði lekið úr keri sem var í vöruflutningabifreið. Talið er að allt að 200 lítrar hafi lekið út. Slökkviliðsmenn telja að kerið hafi skemmst við flutning með fyrrgreindum afleiðingum. Engan hefur sakað vegna þessa. 20.12.2007 15:50
Díana óttaðist um líf sitt Bréf sem Díana Prinsessa skrifaði og innihélt fullyrðingar um að Karl Bretaprins skipulagði “bílslys” þar sem hún ætti að deyja var gert opinbert í fyrsta skipti í gær. 20.12.2007 15:15
Regína nýr skrifstofustjóri borgarstjóra Regína Ástvaldsdóttir hefur verið ráðin skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra í stað Magnúsar Þórs Gylfasonar. 20.12.2007 15:12
Brjóstauppreisn breiðist út Brjóstauppreisn sænskra kvenna er nú að breiðast út til Danmerkur og Noregs. 20.12.2007 15:06
Eimskipsmál sýnir vaxandi styrk Samkeppniseftirlitsins Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að úrskurður Samkeppniseftirlitsins í máli Eimskips sýni hversu sterk stofnunin sé orðin. 20.12.2007 14:59
Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ungur karlmaður var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 20.12.2007 14:56
Fullt tungl og stórstreymi á aðfangadag Landhelgisgæslan vekur athygli á því að fullt tungl er á aðfangadag og stórstreymi því samfara. 20.12.2007 14:41
Krúnukúgarinn neitaði og þarf að bíða fram yfir páska Í dag var íslenska krúnukúgaranum, Paul Adalsteinssyni, birt ákæra í tengslum við kúgun hans á meðlim konungsfjölskyldunnar. Hann neitaði fjárkúguninni en mál hans verður tekið fyrir í apríl á næsta ári. 20.12.2007 14:22
Dæmd fyrir að nýta sér kerfisvillu í Netbanka Glitnis Þrír karlmenn og ein kona voru í dag dæmd í skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að misnota aðgang sinn að gjaldeyrisviðskiptakerfi í Netbanka Glitnis. 20.12.2007 14:22
Styrkja félagasamtök í stað þess að senda jólakort Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra hefur ákveðið að styrkja Faðm, styrktarsjóð samtakanna Heilaheilla, um þá upphæð sem annars hefði farið jólakort með kveðjum ráðherra og starfsfólks ráðuneytisins. 20.12.2007 14:04
Stjórnvöld kanni áhrif Vaxholm-dóms hér á landi Þingflokkur Vinstri - grænna vill að íslensk stjórnvöld kanni það hvaða áhrif dómur Evrópudómstólsins í svokölluðu Vaxholm-máli hafi hér á landi og hvetur til samráðs með verkalýðshreyfingunni um það 20.12.2007 13:45
Frystir aftur í samskiptum Norður- og Suður-Kóreu? Útlit er fyrir að aftur frysti í samskiptum Norður- og Suður-Kóreu eftir þýðu síðustu misserin. Verðandi forseti Suður-Kóreu er ákveðinn í því að Norður-Kóreumenn láti af öllum draumum um kjarnorkuvopn. 20.12.2007 13:26
Flóttamenn fengu orðabækur Kólumbískt flóttafólk sem flutti hingað til lands í haust fékk í morgun orðabækur í jólagjöf frá Rotary Reykjavík International. 20.12.2007 13:17
4500 milljarðar til stríðsrekstrar í Írak og Afganistan Bandaríkjaþing samþykkti í gærkvöldi 4500 milljarða króna aukafjárveitingu til stríðsrekstrarins í Írak og Afganistan - og það þó heimkvaðning hermanna væri ekki tímasett. 20.12.2007 13:00
Verður elsti lifandi þjóðhöfðingi Bretlands Elísabet önnur Englandsdrottning nær merkum áfanga klukkan fimm í dag. Þá verður hún elsti lifandi þjóðhöfðingi Bretlands. 20.12.2007 12:45
Mikil vonbrigði að Krymski verði ekki framseldur „Þetta undirstrikar að nú þarf enn frekar að skerpa á reglum um hvernig tekið er á mönnum sem eru ekki íslensir ríkisborgarar og eru sakaðir um alvarleg brot,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður og lögreglustjóri á Selfossi. 20.12.2007 12:34
Ekki talin hætta á flóðum á Selfossi Hvítá á Suðurlandi er í vexti og er farið að hækka í Ölfusá en ekki er talin hætta á flóðum á Selfossi. 20.12.2007 12:24
Krymski handtekinn í Póllandi en framsalsbeiðni var hafnað Przemyslav Pawel Krymski, einn þeirra sem rauf farbann sem hann var úrskurðaður í af Héraðsdómi Suðurlands og staðfest var í Hæstarétti vegna gruns um aðild að nauðgun, var handtekinn af pólsku lögreglunni á landamærum Póllands og Þýskalands s.l. mánudag að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. 20.12.2007 12:17
Fjórða ránið í 10-11 á árinu Tveir fjórtán ára piltar, grímuklæddir og vopnaðir bareflum, rændu peningum í verslun 10-11 í Grímsbæ við Bústaðaveg um átta leitið í gærkvöldi og komust undan. Þetta er fjórða ránið í 10-11 verslun á árinu. 20.12.2007 12:15
Stjórnvöld fari yfir árangur af virðisaukaskattslækkun Formaður Neytendasamtakanna vill að stjórnvöld og hagsmunaaðilar fari yfir árangur af virðisaukaskattslækkuninni síðast liðinn vetur. Hann segir að þannig megi tryggja að boðað afnám vörugjalda skili sér í vasa neytenda. 20.12.2007 12:10
Langflest sveitarfélög með hámarksútsvar 64 af 79 sveitarfélögum á landinu verða með hámarksútsvar á næsta ári en aðeins þrjú með lágmarksútsvar samkvæmt tölum sem fjármálaráðuneytið birtir í dag. 20.12.2007 11:58
Vandinn liggur í dugleysi ákæruvaldsins Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins segir að rót vandans þegar kemur að mönnum sem rjúfa farbann sé dugleysi ákæruvaldsins. Hann segir óskiljanlegt hve langan tíma það tekur að gefa út ákærur í málum hér á landi. Talið er að fimm manns hafi flúið land þrátt fyrir að vera í farbanni á meðan mál þeirra voru í rannsókn. 20.12.2007 11:57
Ég vil sprengja mig eins og mamma -myndband Breska lögreglan rannsakar nú uppruna myndbands þar sem lítil stúlka hyllir móður sína sem framdi sjálfsmorðssprengjuárás í Ísrael árið 2004. 20.12.2007 11:29
Leikjanet bregst við óheppilegu atviki Stjórnendur vefsins Leikjanet hafa ákveðið hýsa nær alla leiki sjálfir og að hætta að vísa á erlenda vefi, aðra en sérstaka barnavefi. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að erlendir aðilar geti komið inn óæskilegum skilaboðum með leikjum eftir að á þá er vísað. 20.12.2007 11:19
Sigrún Ósk nýr ritstjóri Skessuhorns Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefur verið ráðin ritstjóri Skessuhorns frá og með áramótum og tekur við starfinu af Magnúsi Magnússyni útgefanda. 20.12.2007 10:48
Veðurstofan og Vatnamælingar í eina sæng Vatnamælingar og Veðurstofa Íslands sameinast í nýrri stofnun sem taka á til stara eigi síðar en 1. janúar 2009. Stofnunin gengur undir vinnuheitinu Vatna- og Veðurstofa Íslands. 20.12.2007 10:39
Umhverfis jörðina á eigin spiki Nýsjálenskur maður hefur látið smíða fyrir sig mjög svo sérstakan bát sem gengur fyrir lífrænu eldsneyti. 20.12.2007 10:30
Mjólk og mjólkurvörur hækka um áramótin Heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurðar hækkar um á bilinu 2,8-3,5 prósent um áramótin samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar búavara. 20.12.2007 10:19
Kannað hvort tekjutengja eigi umferðarlagasektir Nefnd sem Kristján L. Möller samgönguráðherra hefur skipað til þess að endurskoða umferðarlögin á meðal annars að skoða hvort tekjutengja eigi umferðarlagasektir. 20.12.2007 10:08
Meistaraþjófar að störfum í Noregi Þjófagengi leikur lausum hala í Noregi og virðist um afar skipulagðar aðgerðir að ræða og hafa þeir haft um hundrað milljónir upp úr krafsinu. 20.12.2007 09:57
Kaupmáttur eykst um þrjú prósent á 12 mánuðum Launavísitalan hefur hækkað um 8,3 prósent síðastliðna tólf mánuði samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. 20.12.2007 09:52
Svartaþoka á Hellisheiði Sendibílstjóri hafði samband við Vísi rétt í þessu og vildi vara ökumenn við mikilli þoku á Hellisheiði. Var hann staddur á heiðinni og sagðist keyra á 40-45 km/klst vegna þokunnar. Vildi hann láta fólk vita sem væri að flýta sér og sagði fólki að fara hægt yfir. 20.12.2007 09:19
Krefjast stöðugrar vöktunar á eldsneytisbirgðastöð í Hvalfirði Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir áhyggjum sínum af miklum eldsneytisflutningum um Hvalfjörð og kallar eftir viðbragðsáætlun Olíudreifingar til að taka á hugsanlegri hættu vegna bráðamengunar. Þetta kemur fram í ályktun sveitarstjórnarinnar sem samþykkt var í gær. „Það er skýlaus krafa sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar að svæðið verði undir stöðugri vakt af vaktmanni á staðnum.“ 20.12.2007 09:16