Fleiri fréttir Hækkar í Hvítá Mjög mikið vatnsmagn mælist nú efst í Hvítá á Suðurlandi, eða við svonefnt Fremsta Ver. Það er þó ekki nema um helmingur þess sem mældist fyrir flóðið í ánni fyrir ári, en gæti þó flætt inn á beitilönd. Lögreglan á Selfossi beinir því til bænda að huga að búpeningi í grennd við ána. 20.12.2007 07:01 Útvarpsstjóri leysti Stóra-Klaufamálið Jakob Frímann Magnússon stuðmaður og formaður Samtóns og Félags tónskálda og textahöfunda gekk sáttur og vonglaður frá fundi með Páli Magnússyni, Útvarpsstjóra í dag. 19.12.2007 21:21 Stjórnendur Eimskips töldu fyrirtækið ekki vera í markaðsráðandi stöðu Stjórnendur Eimskips töldu félagið ekki vera í markaðsráðandi stöðu þegar Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá þeim í september 2002, samkvæmt Ingimundi Sigurpálssyni, fyrrverandi forstjóra Eimskips. 19.12.2007 20:39 Vopnað rán í 10/11 Vopnað rán var framið í verslun 10/11 í Grímsbæ við Bústaðaveg um áttaleytið í kvöld. Ræningjarnir voru grímuklæddir og vopnaðir kylfum. Grunur lögreglu beindist strax að tveimur unglingspiltum, sem handteknir voru skömmu síðar með ránsfenginn í fórum sér. 19.12.2007 22:07 Fyrrverandi Guantanamo fangar handteknir í Bretlandi Bresk stjórnvöld handtóku í dag þrjá fyrrverandi fanga úr Guantanamo fangabúðunum við komuna til Bretlands. Mennirnir, sem eru breskir ríkisborgarar, voru leystir úr haldi í dag, eftir fjögurra og hálfs árs fangelsi í Guantanamo. 19.12.2007 21:36 Umferðaróhapp á Aðalgötu Tveir voru fluttir á til eftirlits á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir umferðaróhapp á Aðalgötu austan Reykjanesbrautar um sexleytið í dag. 19.12.2007 19:38 Lítill verðmunur í Krónunni og Bónus segir ASÍ Innan við 4 króna verðmunur var á einstökum vörum í Krónunni og Bónus í 23 skiptum af þeim 28 vörutegundum sem til voru í báðum verslunum, 19.12.2007 19:22 Úthlutun til nauðstaddra lýkur á morgun Úthlutun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Reykjavíkurdeildar RKÍ og Hjálparstarfs kirkjunnar hófst í gær og lýkur á morgun. Í lok dagsins í dag var búið að afgreiða um 1000 umsóknir af þeim 1400 sem hafa borist og á Akureyri verða afgreiddar um 90 umsóknir. 19.12.2007 19:03 Hæstiréttur braut gegn Mannréttindasáttmála Evrópu Hæstiréttur Íslands braut gegn ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu um réttlæta málsmeðferð samkvæmt nýföllnum dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. 19.12.2007 19:00 Fann fjóra dauða selskópa í rusli Fjórir hauslausir selkópar fundust nýverið í bylgjupappagámi hjá endurvinnslunni á Akureyri. Málið er óupplýst. 19.12.2007 18:52 Vel yfir 100 kertabrunar í desember Undanfarin ár hafa að meðaltali verið um 120 kertabrunar í desember og má reikna með að 60-90 íbúðir skemmist vegna kertabruna um jól og áramót. Í flestum tilfellum verða óhöppin á gamlársdag og nýársdag, samkvæmt tölum Forvarnarhúss Sjóvá. 19.12.2007 18:28 Brögðóttur þjófur á ferð Þjófur, vopnaður kústskafti sem á var fest skrúfjárn, var á ferli í morgun og stal veski úr húsi í miðborginni með fyrrnefndu verkfæri. 19.12.2007 17:44 Ungt þjófagengi dæmt í 33 mánaða fangelsi Fjórir piltar á aldrinum 15-18 ára voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdir í samtals 33 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda innbrota í Reykjavík og Kópavogi snemma á þessu ári. 19.12.2007 16:59 Sektaður fyrir að skilja eftir ketti á Hólmsheiði Tuttugu og sex ára karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur til að greiða 40 þúsund króna sekt fyrir brot á dýraverndunarlögum með því að skilja tvo ketti, sem hann átti, eftir við hesthús á Hólmsheiði. 19.12.2007 16:44 Sakfelldur fyrir að slá mann í höfuðið með gleríláti Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í dag karlmann fyrir líkamsárás og umferðarlagabrot en gerði honum ekki sérstaka refsingu þar sem hann hafði áður verið dæmdur í tveggja ára fangelsi. 19.12.2007 16:32 Farið yfir hvort borgin er skaðabótaskyld vegna laugarslyss Reykjavíkurborg og Íþrótta- og tómstundaráð fara nú yfir mál átta ára stúlku sem lenti í alvarlegu slysi í Laugardalslaug á laugardaginn var þegar fingur hennar skarst af eftir að hún flækti hann í vír. 19.12.2007 16:13 Ísland fái undanþágur vegna losunarheimilda frá flugi Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur farið fram á það að tekið verði tillit til landfræðilegrar sérstöðu Íslands þegar fjallað verður um tillögur um að fella flugsamgöngur undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir á gróðurhúsalofttegundum. 19.12.2007 16:01 Líst vel á bílaútflutning frá Íslandi Bílasölum virðist lítast vel á þann möguleika að hefja útflutning á notuðum bílum. 19.12.2007 15:47 Felldi úr gildi áminningu og sekt á hendur Atorku Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi þá ákvörðun Kauphallar Íslands að áminna og sekta Atorku Group í tengslum við fréttatilkynningu frá félaginu vegna hálfs árs uppgjörs ársins 2006. 19.12.2007 15:46 Eldur við Hvíta húsið Eldur logar þessa stundina í opinberri skrifstofubyggingu aftan við Hvíta húsið í Washington. Fjölmennt slökkvilið er á staðnum. Við færum nýjar fréttir af þessu eftir því sem þær berast. 19.12.2007 15:05 Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að leggja eld að parhúsi Guðmundur Freyr Magnússon, 27 ára Rekvíkingur, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa meðal annars kveikt í parhúsi á Þorlákshöfn sem hann hafði skömmu áður rænt. 19.12.2007 15:05 Búsæld eignast Norðlenska Eignarhaldsfélagið Búsæld, sem er félag kjötframleiðenda í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og á Austur- og Suðausturlandi kaupi, hefur keypt öll hlutabréf í kjötvinnslufyrirtækinu Norðlenska fyrir 568 milljónir króna. 19.12.2007 15:02 Brottkast miklu meira en Hafró telur Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslyndra og fyrrverandi skipstjóri telur að tölur sem Hafrannsóknarstofnun nefnir um brottkast á fiski séu langt of lágar. 19.12.2007 14:52 Kemur á óvart hversu skipulögð og umfangsmikil aðför Eimskips var Stjórnendur Samskipa segja að það komi á óvart hversu skipulögð og umfangsmikil aðför Eimskips að félaingu hafi verið og segja niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins frá því fyrr í dag staðfesta að Samskip hafi haft gilda ástæðu til að kæra Eimskip. 19.12.2007 14:39 Erla Ósk íhugar lögsókn „Þetta fullkomnar tilgang minn sem var alltaf sá að vekja athygli á þessum vinnubrögðum," segir Erla Ósk Arnardóttir en Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna sendi utanríkisráðherra bréf í dag þar sem meðhöndlun starfsmanna þess á Erlu var hörmuð. 19.12.2007 14:33 Sekt fyrir að tilkynna of seint um kaup á B&L Samkeppniseftirlitið hefur sektað Eignarhaldsfélagið Sævarhöfða um eina og hálfa milljón króna fyrir að láta undir höfuð leggjast að tilkynna um kaup félagsins á Bifreiðum og landbúnaðarvélum innan lögbundins frests. 19.12.2007 14:26 Heimavarnarráðuneyti BNA harmar meðferðina á Erlu Ósk Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna harmar þá meðferð sem Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl hlaut við komu hennar til Bandaríkjanna um þar síðustu helgi. 19.12.2007 14:08 Putin maður ársins hjá Time Bandaríska vikuritið Time hefur valið Vladimir Putin mann ársins 2007 fyrir að færa þjóð sinni stöðugleika og afla henni virðingar á ný. 19.12.2007 13:54 Yfir helmingur ók of hratt í Arnarbakka Brot 83 ökumanna sem fóru um Arnarbakka í Breiðholti á klukkustund eftir hádegi í gær voru mynduð með löggæslumyndavél lögreglunnar. 19.12.2007 13:18 Enn flækja útlimir bandarísk stjórnmál Vonir Johns Edwards um að verða næsti forseti Bandaríkjanna eru hugsanlega brostnar eftir að bandaríska vikuritið National Enquierer upplýsti að hjákona hans sé komin sex mánuði á leið. 19.12.2007 13:07 „Ástandið ekki alslæmt, en gæti verið betra“ Stefán Eiríksson, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segir ekkert nýtt að skortur sé á lögregluþjónum hjá embættinu. Í Lögreglublaðinu er ítarleg umfjöllun um manneklu innan lögreglunnar og sagt að bresti í innviðum þar á bæ. Stefán bendir á að við þessu hafi verið brugðist í haust með tímabundnum álagsgreiðslum til lögreglumanna. 19.12.2007 12:56 Rússneskar sprengjuvélar milli Íslands og Bretlands í gær Tvær rússneskar sprengjuflugvélar fóru í það sem er að verða reglubundið flug milli Íslands og Bretlands í gær. Ekki var farið inn í íslenska lofthelgi og snúið við á miðri leið. 19.12.2007 12:51 Hamraborgin hljómaði í göngum Kárahnjúkavirkjunar Verktakafyrirtækið Arnarfell hélt einhvers konar litlu jól fyrir starfsmenn sína á Kárahnjúkum í gær. 19.12.2007 12:40 Dæmdur fyrir að lemja lögreglumenn Karlmaður á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Austurlands í dag dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á tvo lögreglumenn í fangaklefa lögreglustöðvarinnar á Eskifirði í fyrra sumar. 19.12.2007 12:25 Sektaður fyrir að taka lögreglumann í bóndabeygju Maður hefur verið dæmdur fyrir að trufla lögreglu við skyldustörf. Hann hélt lögreglumanni í skrúfstykki og truflaði með því handtöku. 19.12.2007 12:23 Lögreglan leitar að eiganda myndavélar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir eiganda myndavélar sem fannst við húsleit í austurborg Reykjavíkur í gærdag. 19.12.2007 12:17 Eigendur Eimskips segja málið sér óviðkomandi Eimskipafélagið ætlar ekki að una sekt Samkeppniseftirlitsins sem í morgun ákvað að sekta félagið um 310 milljónir króna fyrir samkeppnisbrot. Í tilkynningu frá Eimskip segir að málið sé sér óviðkomandi þar sem félagið hafi skipt um eigendur og allir æðstu stjórnendur frá umræddu tímabili hafi látið af störfum. Rúm fimm ár eru síðan Samkeppniseftirlitið gerði húsleitina sem málið er byggt á. Eimskipsmenn segja málinu beint að röngum aðila. 19.12.2007 11:50 Forseti Úganda ekki bara til heimabrúks Ríkisstjórn Úganda ætlar að kaupa Gulfstream einkaþotu fyrir Yoweri Museveni forseta, að sögn þarlendra fjölmiðla. Kaupverðið er um þrír milljarðar króna. 19.12.2007 11:45 Flóðbylgjuviðvörun á Hawaii Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út á Hawaii eyjum eftir að jarðskjálfti sem mældist 7.3 á Richter varð á hafsbotni um 2000 kílómetra VSV af Anchorage í Alaska. 19.12.2007 11:22 Frækileg þyrlubjörgun Þyrla frá norska flotanum bjargaði í gær 12 sjómönnum af rússnesku flutningaskipi sem hafði rekið upp í fjörugrjótið rétt fyrir utan Murmansk. 19.12.2007 11:13 Eimskip áfrýjar úrskurði Samkeppniseftirlitsins Eimskip hefur þegar ákveðið að áfrýja úrskurði Samkeppniseftirlitsins sem sektað hefur félagið um 310 milljónir króna fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína á sjóflutningamarkaði. 19.12.2007 11:01 Íkveikja á Hverfisgötu mistókst Allt tiltækt slökkvilið var kallað að Hverfisgötu 34 á ellefta tímanum. Þegar komið var á staðinn hafði eldurinn því sem næst slokknað en reykur og glæður voru í húsinu sem er þriggja hæða. Húsið er ónýtt og bíður niðurrifs, að sögn eiganda. 19.12.2007 10:48 Kona dæmd fyrir fíkniefnabrot Kona var í Héraðsdómi Norðurlands eystri dæmd til að greiða 80 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa ekið undir áhrifum amfetmíns og kannabisefna á Akureyri í sumar. Þá var hann einnig með lítilræði af sömu efnum í fórum sínum. 19.12.2007 10:47 Óvopnaður ísbrjótur á hvalveiðiflotann Ástralar ætla að senda ísbrjót til þess að fylgjast með japanska hvalveiðiflotanum í grennd við Suðurskautið. 19.12.2007 10:18 Eimskip sektað um 310 milljónir fyrir samkeppnisbrot Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Eimskipafélag Íslands um 310 milljónir króna fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína. 19.12.2007 10:14 Sjá næstu 50 fréttir
Hækkar í Hvítá Mjög mikið vatnsmagn mælist nú efst í Hvítá á Suðurlandi, eða við svonefnt Fremsta Ver. Það er þó ekki nema um helmingur þess sem mældist fyrir flóðið í ánni fyrir ári, en gæti þó flætt inn á beitilönd. Lögreglan á Selfossi beinir því til bænda að huga að búpeningi í grennd við ána. 20.12.2007 07:01
Útvarpsstjóri leysti Stóra-Klaufamálið Jakob Frímann Magnússon stuðmaður og formaður Samtóns og Félags tónskálda og textahöfunda gekk sáttur og vonglaður frá fundi með Páli Magnússyni, Útvarpsstjóra í dag. 19.12.2007 21:21
Stjórnendur Eimskips töldu fyrirtækið ekki vera í markaðsráðandi stöðu Stjórnendur Eimskips töldu félagið ekki vera í markaðsráðandi stöðu þegar Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá þeim í september 2002, samkvæmt Ingimundi Sigurpálssyni, fyrrverandi forstjóra Eimskips. 19.12.2007 20:39
Vopnað rán í 10/11 Vopnað rán var framið í verslun 10/11 í Grímsbæ við Bústaðaveg um áttaleytið í kvöld. Ræningjarnir voru grímuklæddir og vopnaðir kylfum. Grunur lögreglu beindist strax að tveimur unglingspiltum, sem handteknir voru skömmu síðar með ránsfenginn í fórum sér. 19.12.2007 22:07
Fyrrverandi Guantanamo fangar handteknir í Bretlandi Bresk stjórnvöld handtóku í dag þrjá fyrrverandi fanga úr Guantanamo fangabúðunum við komuna til Bretlands. Mennirnir, sem eru breskir ríkisborgarar, voru leystir úr haldi í dag, eftir fjögurra og hálfs árs fangelsi í Guantanamo. 19.12.2007 21:36
Umferðaróhapp á Aðalgötu Tveir voru fluttir á til eftirlits á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir umferðaróhapp á Aðalgötu austan Reykjanesbrautar um sexleytið í dag. 19.12.2007 19:38
Lítill verðmunur í Krónunni og Bónus segir ASÍ Innan við 4 króna verðmunur var á einstökum vörum í Krónunni og Bónus í 23 skiptum af þeim 28 vörutegundum sem til voru í báðum verslunum, 19.12.2007 19:22
Úthlutun til nauðstaddra lýkur á morgun Úthlutun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Reykjavíkurdeildar RKÍ og Hjálparstarfs kirkjunnar hófst í gær og lýkur á morgun. Í lok dagsins í dag var búið að afgreiða um 1000 umsóknir af þeim 1400 sem hafa borist og á Akureyri verða afgreiddar um 90 umsóknir. 19.12.2007 19:03
Hæstiréttur braut gegn Mannréttindasáttmála Evrópu Hæstiréttur Íslands braut gegn ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu um réttlæta málsmeðferð samkvæmt nýföllnum dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. 19.12.2007 19:00
Fann fjóra dauða selskópa í rusli Fjórir hauslausir selkópar fundust nýverið í bylgjupappagámi hjá endurvinnslunni á Akureyri. Málið er óupplýst. 19.12.2007 18:52
Vel yfir 100 kertabrunar í desember Undanfarin ár hafa að meðaltali verið um 120 kertabrunar í desember og má reikna með að 60-90 íbúðir skemmist vegna kertabruna um jól og áramót. Í flestum tilfellum verða óhöppin á gamlársdag og nýársdag, samkvæmt tölum Forvarnarhúss Sjóvá. 19.12.2007 18:28
Brögðóttur þjófur á ferð Þjófur, vopnaður kústskafti sem á var fest skrúfjárn, var á ferli í morgun og stal veski úr húsi í miðborginni með fyrrnefndu verkfæri. 19.12.2007 17:44
Ungt þjófagengi dæmt í 33 mánaða fangelsi Fjórir piltar á aldrinum 15-18 ára voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdir í samtals 33 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda innbrota í Reykjavík og Kópavogi snemma á þessu ári. 19.12.2007 16:59
Sektaður fyrir að skilja eftir ketti á Hólmsheiði Tuttugu og sex ára karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur til að greiða 40 þúsund króna sekt fyrir brot á dýraverndunarlögum með því að skilja tvo ketti, sem hann átti, eftir við hesthús á Hólmsheiði. 19.12.2007 16:44
Sakfelldur fyrir að slá mann í höfuðið með gleríláti Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í dag karlmann fyrir líkamsárás og umferðarlagabrot en gerði honum ekki sérstaka refsingu þar sem hann hafði áður verið dæmdur í tveggja ára fangelsi. 19.12.2007 16:32
Farið yfir hvort borgin er skaðabótaskyld vegna laugarslyss Reykjavíkurborg og Íþrótta- og tómstundaráð fara nú yfir mál átta ára stúlku sem lenti í alvarlegu slysi í Laugardalslaug á laugardaginn var þegar fingur hennar skarst af eftir að hún flækti hann í vír. 19.12.2007 16:13
Ísland fái undanþágur vegna losunarheimilda frá flugi Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur farið fram á það að tekið verði tillit til landfræðilegrar sérstöðu Íslands þegar fjallað verður um tillögur um að fella flugsamgöngur undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir á gróðurhúsalofttegundum. 19.12.2007 16:01
Líst vel á bílaútflutning frá Íslandi Bílasölum virðist lítast vel á þann möguleika að hefja útflutning á notuðum bílum. 19.12.2007 15:47
Felldi úr gildi áminningu og sekt á hendur Atorku Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi þá ákvörðun Kauphallar Íslands að áminna og sekta Atorku Group í tengslum við fréttatilkynningu frá félaginu vegna hálfs árs uppgjörs ársins 2006. 19.12.2007 15:46
Eldur við Hvíta húsið Eldur logar þessa stundina í opinberri skrifstofubyggingu aftan við Hvíta húsið í Washington. Fjölmennt slökkvilið er á staðnum. Við færum nýjar fréttir af þessu eftir því sem þær berast. 19.12.2007 15:05
Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að leggja eld að parhúsi Guðmundur Freyr Magnússon, 27 ára Rekvíkingur, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa meðal annars kveikt í parhúsi á Þorlákshöfn sem hann hafði skömmu áður rænt. 19.12.2007 15:05
Búsæld eignast Norðlenska Eignarhaldsfélagið Búsæld, sem er félag kjötframleiðenda í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og á Austur- og Suðausturlandi kaupi, hefur keypt öll hlutabréf í kjötvinnslufyrirtækinu Norðlenska fyrir 568 milljónir króna. 19.12.2007 15:02
Brottkast miklu meira en Hafró telur Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslyndra og fyrrverandi skipstjóri telur að tölur sem Hafrannsóknarstofnun nefnir um brottkast á fiski séu langt of lágar. 19.12.2007 14:52
Kemur á óvart hversu skipulögð og umfangsmikil aðför Eimskips var Stjórnendur Samskipa segja að það komi á óvart hversu skipulögð og umfangsmikil aðför Eimskips að félaingu hafi verið og segja niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins frá því fyrr í dag staðfesta að Samskip hafi haft gilda ástæðu til að kæra Eimskip. 19.12.2007 14:39
Erla Ósk íhugar lögsókn „Þetta fullkomnar tilgang minn sem var alltaf sá að vekja athygli á þessum vinnubrögðum," segir Erla Ósk Arnardóttir en Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna sendi utanríkisráðherra bréf í dag þar sem meðhöndlun starfsmanna þess á Erlu var hörmuð. 19.12.2007 14:33
Sekt fyrir að tilkynna of seint um kaup á B&L Samkeppniseftirlitið hefur sektað Eignarhaldsfélagið Sævarhöfða um eina og hálfa milljón króna fyrir að láta undir höfuð leggjast að tilkynna um kaup félagsins á Bifreiðum og landbúnaðarvélum innan lögbundins frests. 19.12.2007 14:26
Heimavarnarráðuneyti BNA harmar meðferðina á Erlu Ósk Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna harmar þá meðferð sem Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl hlaut við komu hennar til Bandaríkjanna um þar síðustu helgi. 19.12.2007 14:08
Putin maður ársins hjá Time Bandaríska vikuritið Time hefur valið Vladimir Putin mann ársins 2007 fyrir að færa þjóð sinni stöðugleika og afla henni virðingar á ný. 19.12.2007 13:54
Yfir helmingur ók of hratt í Arnarbakka Brot 83 ökumanna sem fóru um Arnarbakka í Breiðholti á klukkustund eftir hádegi í gær voru mynduð með löggæslumyndavél lögreglunnar. 19.12.2007 13:18
Enn flækja útlimir bandarísk stjórnmál Vonir Johns Edwards um að verða næsti forseti Bandaríkjanna eru hugsanlega brostnar eftir að bandaríska vikuritið National Enquierer upplýsti að hjákona hans sé komin sex mánuði á leið. 19.12.2007 13:07
„Ástandið ekki alslæmt, en gæti verið betra“ Stefán Eiríksson, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segir ekkert nýtt að skortur sé á lögregluþjónum hjá embættinu. Í Lögreglublaðinu er ítarleg umfjöllun um manneklu innan lögreglunnar og sagt að bresti í innviðum þar á bæ. Stefán bendir á að við þessu hafi verið brugðist í haust með tímabundnum álagsgreiðslum til lögreglumanna. 19.12.2007 12:56
Rússneskar sprengjuvélar milli Íslands og Bretlands í gær Tvær rússneskar sprengjuflugvélar fóru í það sem er að verða reglubundið flug milli Íslands og Bretlands í gær. Ekki var farið inn í íslenska lofthelgi og snúið við á miðri leið. 19.12.2007 12:51
Hamraborgin hljómaði í göngum Kárahnjúkavirkjunar Verktakafyrirtækið Arnarfell hélt einhvers konar litlu jól fyrir starfsmenn sína á Kárahnjúkum í gær. 19.12.2007 12:40
Dæmdur fyrir að lemja lögreglumenn Karlmaður á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Austurlands í dag dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á tvo lögreglumenn í fangaklefa lögreglustöðvarinnar á Eskifirði í fyrra sumar. 19.12.2007 12:25
Sektaður fyrir að taka lögreglumann í bóndabeygju Maður hefur verið dæmdur fyrir að trufla lögreglu við skyldustörf. Hann hélt lögreglumanni í skrúfstykki og truflaði með því handtöku. 19.12.2007 12:23
Lögreglan leitar að eiganda myndavélar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir eiganda myndavélar sem fannst við húsleit í austurborg Reykjavíkur í gærdag. 19.12.2007 12:17
Eigendur Eimskips segja málið sér óviðkomandi Eimskipafélagið ætlar ekki að una sekt Samkeppniseftirlitsins sem í morgun ákvað að sekta félagið um 310 milljónir króna fyrir samkeppnisbrot. Í tilkynningu frá Eimskip segir að málið sé sér óviðkomandi þar sem félagið hafi skipt um eigendur og allir æðstu stjórnendur frá umræddu tímabili hafi látið af störfum. Rúm fimm ár eru síðan Samkeppniseftirlitið gerði húsleitina sem málið er byggt á. Eimskipsmenn segja málinu beint að röngum aðila. 19.12.2007 11:50
Forseti Úganda ekki bara til heimabrúks Ríkisstjórn Úganda ætlar að kaupa Gulfstream einkaþotu fyrir Yoweri Museveni forseta, að sögn þarlendra fjölmiðla. Kaupverðið er um þrír milljarðar króna. 19.12.2007 11:45
Flóðbylgjuviðvörun á Hawaii Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út á Hawaii eyjum eftir að jarðskjálfti sem mældist 7.3 á Richter varð á hafsbotni um 2000 kílómetra VSV af Anchorage í Alaska. 19.12.2007 11:22
Frækileg þyrlubjörgun Þyrla frá norska flotanum bjargaði í gær 12 sjómönnum af rússnesku flutningaskipi sem hafði rekið upp í fjörugrjótið rétt fyrir utan Murmansk. 19.12.2007 11:13
Eimskip áfrýjar úrskurði Samkeppniseftirlitsins Eimskip hefur þegar ákveðið að áfrýja úrskurði Samkeppniseftirlitsins sem sektað hefur félagið um 310 milljónir króna fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína á sjóflutningamarkaði. 19.12.2007 11:01
Íkveikja á Hverfisgötu mistókst Allt tiltækt slökkvilið var kallað að Hverfisgötu 34 á ellefta tímanum. Þegar komið var á staðinn hafði eldurinn því sem næst slokknað en reykur og glæður voru í húsinu sem er þriggja hæða. Húsið er ónýtt og bíður niðurrifs, að sögn eiganda. 19.12.2007 10:48
Kona dæmd fyrir fíkniefnabrot Kona var í Héraðsdómi Norðurlands eystri dæmd til að greiða 80 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa ekið undir áhrifum amfetmíns og kannabisefna á Akureyri í sumar. Þá var hann einnig með lítilræði af sömu efnum í fórum sínum. 19.12.2007 10:47
Óvopnaður ísbrjótur á hvalveiðiflotann Ástralar ætla að senda ísbrjót til þess að fylgjast með japanska hvalveiðiflotanum í grennd við Suðurskautið. 19.12.2007 10:18
Eimskip sektað um 310 milljónir fyrir samkeppnisbrot Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Eimskipafélag Íslands um 310 milljónir króna fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína. 19.12.2007 10:14