Innlent

Krefjast stöðugrar vöktunar á eldsneytisbirgðastöð í Hvalfirði

Einar Örn Thorlacius, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar.
Einar Örn Thorlacius, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir áhyggjum sínum af miklum eldsneytisflutningum um Hvalfjörð og kallar eftir viðbragðsáætlun Olíudreifingar til að taka á hugsanlegri hættu vegna bráðamengunar. Þetta kemur fram í ályktun sveitarstjórnarinnar sem samþykkt var í gær. „Það er skýlaus krafa sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar að svæðið verði undir stöðugri vakt af vaktmanni á staðnum."

 

Einnig var lagt fram á fundinum bréf frá Olíudreifingu ehf. þar sem kvartað er yfir ummælum formanns umhverfis- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar í fréttum Stöðvar 2 þann 15. desember síðastliðinn. Sveitarstjórnin lýsir yfir fullum stuðningi við orð formannsins sem lýsti yfir áhyggjum af því að Olíudreifing væri að skipa upp bensíni á hrörlegri bryggju félagsins í Hvalfirði.

 

Sveitarstjóra og oddvita Hvalfjarðarsveitar hefur verið falið að svara bréfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×