Innlent

Svartaþoka á Hellisheiði

Svartaþoka er á Hellisheiði sem stendur.
Svartaþoka er á Hellisheiði sem stendur.

Sendibílstjóri hafði samband við Vísi rétt í þessu og vildi vara ökumenn við mikilli þoku á Hellisheiði. Var hann staddur á heiðinni og sagðist keyra á 40-45 km/klst vegna þokunnar. Vildi hann láta fólk vita sem væri að flýta sér og sagði fólki að fara hægt yfir.

„Ég keyri þetta þrisvar í viku og ég man ekki eftir svona mikilli þoku," sagði sendibílstjórinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×